NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Houston og Utah mætast í oddaleik

Einvígi Houston Rockets og Utah Jazz í úrslitakeppni NBA hefur verið æsispennandi og í nótt knúði Utah fram oddaleik í Houston á laugardagskvöldið með 94-82 sigri í Salt Lake City. Staðan er því jöfn 3-3 í einvíginu og hafa allir leikir í seríunni til þessa unnist á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið undir hjá Dallas í nótt

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Houston getur slegið Utah Jazz úr keppni með sigri í Salt Lake City og í sjónvarpsleiknum á NBA TV getur Golden State sent Dallas í sumarfrí með sigri í sjötta leik liðanna í Oakland. Leikurinn verður sýndur beint klukkan hálf þrjú í nótt, en þeir sem treysta sér ekki til að vaka geta séð leikinn á Sýn á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix komið í aðra umferð

Phoenix Suns tryggði sér í nótt sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með 119-110 sigri á LA Lakers á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna. Phoenix var í fluggírnum í gær eins og í öllu einvíginu og reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Lakers til að kyngja. Phoenix vann einvígið 4-1 og mætir San Antonio í næstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Fastir liðir hjá San Antonio - Denver úr leik

San Antonio Spurs er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir öruggan 93-78 sigur á Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í nótt. Michael Finley var hetja San Antonio í þetta skiptið og setti félagsmet með 8 þriggja stiga körfum úr 9 tilraunum. San Antonio vann einvígið 4-1 og mætir sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley: Við fengum það sem við áttum skilið

Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, segir að allt annar bragur verði á liðinu á næsta tímabili, en það steinlá 4-0 fyrir Chicago í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á dögunum. Hann segir að liðið hafi verðskuldað að falla úr keppni en er ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann muni þjálfa liðið næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Brandon Roy kjörinn nýliði ársins

Bakvörðurinn Brandon Roy hjá Portland Trailblazers var í dag kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni með gríðarlegum yfirburðum. 127 af 128 nefndarmönnum settu hann í fyrsta sæti í kjörinu, en Andrea Bargnani hjá Toronto varð annar í kjörinu og Rudy Gay hjá Memphis varð þriðji.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio - Denver í beinni á miðnætti

Fimmti leikur San Antonio og Denver í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. San Antonio getur klárað einvígið með sigri í kvöld og hefur yfir 3-1. Aðra nótt klukkan 2:30 verður svo bein útsending frá sjötta leik Golden State og Dallas, en þar er á ferðinni eitt áhugaverðasta einvígi fyrstu umferðar í sögu deildarinnar. Golden State getur slegið Dallas úr keppni með sigri á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvítir dómarar harðari við svarta leikmenn

Niðurstöður rannsóknar sem birt var á heimasíðu New York Times á þriðjudagskvöldið hafa valdið nokkru fjaðrafoki í NBA deildinni. Í könnuninni, sem var úttekt á dómgæslu á 13 árum fram að 2004, kom í ljós að hvítir dómarar virtust dæma áberandi fleiri villur á svarta leikmenn. Forráðamenn NBA deildarinnar blása á þessar niðurstöður og segja þeir ekki marktækar.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas hélt naumlega lífi

Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Toronto minnkaði muninn

Toronto minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við New Jersey Nets í úrslitakeppni NBA í nótt með 98-96 sigri á heimavelli. Toronto náði strax góðu forskoti í leiknum og stefndi í auðveldan sigur liðsins, en gestirnir voru klaufar að stela ekki sigrinum í blálokin eftir mikla rispu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tekst Golden State hið ómögulega í kvöld?

Þeir sem hafa aðgang að NBA TV sjónvarpsstöðinni geta í kvöld orðið vitni að einhverjum óvæntustu úrslitum í sögu NBA deildarinnar ef Golden State Warriors tekst að leggja Dallas Mavericks að velli í fimmta leik liðanna klukkan hálf tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Robert Horry snýr aftur

San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston náði forystu á ný gegn Utah

Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland sópaði Washington

Cleveland Cavaliers er komið í aðra umferð úrslitakeppni NBA eftir sigur á Washington í fjórða leik liðanna í nótt 97-90. Cleveland vann seríuna því 4-0 og var þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem liðinu tekst það, en lið Washington átti aldrei möguleika í einvíginu með tvö stjörnuleikmenn á meiðslalistanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Strigakjafturinn Bruce Willis (Myndband)

Hasarmyndahetjan Bruce Willis var í gær mættur til að horfa á fjórða leik New Jersey Nets og Toronto Raptors í úrslitakeppninni í NBA. Willis notaði tækifærið og kynnti nýju Die Hard myndina sem er að koma út fljótlega, en orðbragðið á kappanum þótti heldur ruddalegt fyrir beina útsendingu í sjónvarpi. Spurning hvort kappinn hafi fengið sér einum öl of mikið á hliðarlínunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan og Bowen í varnarúrvali NBA

Varnarlið ársins í deildarkeppni NBA var tilkynnt í dag og þar ber hæst að fastagestirnir í úrvalsliðinu og samherjarnir Tim Duncan frá San Antonio voru á sínum stað. Auk þeirra voru þeir Marcus Camby frá Denver, Kobe Bryant frá LA Lakers og Raja Bell frá Phoenix í varnarliði ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston - Utah í beinni í kvöld

Fimmti leikur Houston Rockets og Utah Jazz í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. Hér er á ferðinni mest spennandi einvígið í úrslitakeppninni til þessa ef marka má stöðuna, því Houston vann fyrstu tvo leikina og Utah síðustu tvo á heimavelli og því er um algjöran lykilleik að ræða í Houston í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors

Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá New Jersey

New Jersey Nets er komið með þægilega 3-1 forystu gegn Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA eftir auðveldan sigur í fjórða leik liðanna í New Jersey í nótt 102-81. New Jersey valtaði yfir mótherja sína strax í byrjun og leiddi 56-37 í hálfleik á bak við annan stórleik frá Jason Kidd og Vince Carter.

Körfubolti
Fréttamynd

Nash með 23 stoðsendingar í sigri Phoenix

Phoenix Suns er komið í afar vænlega 3-1 stöðu í einvígi sínu við LA Lakers í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Phoenix vann sannfærandi sigur 113-100 í Los Angeles í kvöld þar sem Steve Nash var nálægt því að slá metið yfir flestar stoðsendingar í leik í úrslitakeppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistarar Miami niðurlægðir á heimavelli

NBA meistarar Miami Heat eru úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir 92-79 tap á heimavelli gegn frísku liði Chicago Bulls. Miami tapaði því einvíginu 4-0 og var liðið bókstaflega niðurlægt af sterkari andstæðingi. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Utah og Houston

Utah Jazz náði í nótt að jafna metin í einvígi sínu við Houston Rockets í 2-2 í úrslitakepninni í NBA deildinni. San Antonio vann mikilvægan útisigur á Denver og náði forystu 2-1 í einvíginu og Cleveland er komið í þægilega 3-0 forystu gegn Washington.

Körfubolti
Fréttamynd

Stephen Jackson verður ekki stöðvaður

Villingurinn Stephen Jackson lék vel með liði Golden State í fyrrinótt þegar liðið náði mjög óvænt 2-1 forystu gegn Dallas í úrslitakeppni NBA. Jackson hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði undanfarin ár og var sektaður um rúmar þrjár milljónir króna fyrir ruddalega framkomu í leik tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk 30 milljónir fyrir hvern spilaðan leik

Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic sagðist í gær vera að íhuga að leggja skóna á hilluna í sumar. Lið hans féll úr úrslitakeppninni fyrir Detroit í gær og Hill er með lausa samninga í sumar. Ferill kappans hefur einkennst af erfiðri baráttu við meiðsli, en hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit sópaði Orlando úr keppni

Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppni NBA með naumum sigri á Orlando 97-93 í fjórða leik liðanna. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton 19, en Dwight Howard skoraði 29 stig og hirti 17 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann rimmuna því mjög sannfærandi 4-0.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando - Detroit í beinni núna

Fjórði leikur Orlando og Detroit í úrslitakeppni Austurdeildar NBA er í fullum gangi í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hófst klukkan 19. Detroit getur "sópað" Orlando úr leik með sigri í kvöld því liðið hefur yfir 3-0 í seríunni. Síðar í kvöld mætast Washington og Cleveland, Denver og San Antonio og svo Utah og Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltaæði í Oakland

Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistarar Miami á leið úr keppni

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James tekur Bee Gees slagara (Myndband)

Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur farið á kostum með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA undanfarna daga, en hann kann meira en bara að spila körfubolta. Í myndbandi hér í fréttinni má sjá og heyra kappann syngja og dansa við lag Bee Gees. Svo verður hver og einn að dæma fyrir sig hvort James ætti að leggja skóna á hilluna og snúa sér að tónlistinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Beinar útsendingar frá NBA um helgina

Áhugamenn um NBA körfuboltann fá nóg fyrir sinn snúð um helgina þegar úrslitakeppnin heldur áfram af fullum krafti. Stórleikur helgarinnar verður slagur Miami og Chicago á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn, en auk þess er NBA TV sjónvarpsstöðin með beina útsendingu á hverju kvöldi. New Jersey tekur á móti Toronto klukkan 23 í kvöld og á miðnætti verður Sýn með útsendingu frá leik Utah og Houston frá í gærkvöldi.

Körfubolti