NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild

Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Mikil spenna í Vesturdeildinni

Nú er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni í NBA og fer hún fram í kvöld. Gríðarleg spenna er í keppninni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, þar sem Golden State stendur vel að vígi eftir sigur á Dallas í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jerry West hættir hjá Memphis

Körfuboltagoðsögnin Jerry West tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies í NBA deildinni í sumar. West er einn besti leikmaður í sögu NBA og gerði það gott hjá LA Lakers bæði sem leikmaður og síðar framkvæmdastjóri þar sem hann vann samtals 8 meistaratitla. Hann er 69 ára gamall og sagðist í yfirlýsingu vera orðinn of gamall til að snúast í hringiðu deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Joey Crawford dómara vikið úr starfi

Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston tryggði sér heimavöllinn

Houston Rockets tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt þegar liðið vann góðan sigur á Pheonix Suns 120-117 á heimavelli. Miami tapaði fyrir Boston og missti James Posey í meiðsli. Alls voru átta leikir á dagskrá deildarinnar í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas

Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Beðið eftir Oden

Gríðarleg eftirvænting ríkir nú í NBA deildinni um hvort miðherjinn öflugi Greg Oden hjá Ohio State háskólanum gefur kost á sér í nýliðavalinu í sumar. Oden er talinn einhver efnilegasti miðherji sem spilað hefur í háskólaboltanum á síðustu árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis stöðvaði Denver

Neðsta lið NBA deildarinnar Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og stöðvaði átta leikja sigurhrinu Denver Nuggets í nóptt með 133-118 sigri í fjörugum leik. Chucky Atkins og Tarence Kinsey skoruðu 28 stig hvor fyrir Memphis en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá Denver með 28 stig. Alls voru sjö leikir á dagskrá í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando skrefi nær úrslitakeppninni

Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Orlando Magic vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 104-87 og þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Dwight Howard setti persónulegt met með 35 stigum og hirti auk þess 11 fráköst fyrir Orlando. Leikur Houston og New Orleans verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

60. sigurinn hjá Phoenix

Phoenix Suns tryggði stöðu sína í öðru sæti Vesturdeildarinnar í NBA í nótt með því að leggja LA Lakers að velli 93-85. Lakers hefur verið í vandræðum undanfarna daga og er nú aðeins hársbreidd á undan grönnum sínum í Clippers og Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

50 stig Bryants dugðu ekki gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 50 stig fyrir LA Lakers gegn nágrannaliðinu LA Clippers í NBA-deildinni í nótt en það dugði ekki til sigurs því Clippers vann 118-110. Corey Magette átti stórleik hjá Clippers og skoraði 39 stig sem er persónlegt met hjá honum í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit hirti efsta sæti Austurdeildar

Detroit Pistons tryggði sér í nótt efsta sæti Austurdeildarinnar í NBA og verður liðið því með heimavallarrétt alla leið í úrslitin. Miami tryggði sér sigur í Suðaustur deildinni með sigri á Washington.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota - Dallas í beinni í kvöld

Leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. Um klukkan 21 í kvöld er svo á dagskrá stöðvarinnar klassískur leikur Lakers og Rockets frá því fyrir um 20 árum síðan þar sem Pétur Guðmundsson kemur við sögu í liði Lakers. Óhætt er að mæla með þessum leik, sem bauð upp á dramatík, góða spilamennsku og áflog.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas tryggði sér toppsætið í NBA

Dallas Mavericks tryggði sér í nótt heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina þegar liðið lagði LA Clippers á heimavelli 96-86. Með sigrinum varð ljóst að ekkert lið getur náð Dallas í deildarkeppninni. Detroit tryggði sér sjötta tímabilið í röð með 50 sigrum og þá læddist Golden State í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á Utah.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit í góðri stöðu í Austurdeildinni

Detroit vantar aðeins einn sigurleik til þess að tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppni Austurdeildar NBA-deildarinnar og þarf liðið nú aðeins einn sigur til viðbótar til að ná þeim áfanga. Liðið vann mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 87-82, þar sem góður varnarleikur á LeBron James lagði grunninn að úrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas færist nær deildarmeistaratitlinum

Dallas þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sigur í deildarkeppni NBA en eftir að hafa sigrað Portland í nótt, 86-74. Dallas hefur nú unnið 63 leiki en tapað 13 það sem af er leiktíð. Vince Carter hjá New Jersey og Eddy Curry hjá New York voru menn næturinnar í NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Toronto efstir í Atlantshafsriðlinum

Toronto Raptors tryggði sér í nótt sigur í Atlantshafsriðli NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra Philadelphia, 94-85. Denver kom í veg fyrir að Dallas gæti unnið 70 leiki á tímabilinu með því að leggja lærisveina Avery Johnson af velli í nótt og Kobe Bryant var í miklu stuði gegn Seattle.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas missir af úrslitakeppninni

Nú hefur verið staðfest að Gilbert Arenas, leikmaður Washingto Wizards, muni missa af úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í nótt. Arenas verður frá keppni í 2-3 mánuði, en aðeins nokkrir dagar eru síðan annar stjörnuleikmaður, Caron Butler, meiddist hjá liðinu og verður tæplega með í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Gilbert Arenas meiddur

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Washington tapaði annan daginn í röð fyrir Charlotte og varð fyrir enn einu áfallinu þegar Gilbert Arenas tognaði á hné og verður hann líklega frá keppni í nokkrar vikur vegna þessa. Þá vann Chicago þýðingarmikinn sigur á Detroit á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - Phoenix í beinni á miðnætti

Leikur Memphis Grizzlies og Phoenix Suns verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. Hér er á ferðinni leikur tveggja sókndjarfra liða sem þó eru á mjög ólíkum stað í deildinni. Phoenix hefur unnið 55 leiki og tapað 18 en Memphis er í neðsta sæti Vesturdeildarinnar með aðeins 19 sigra og 56 töp.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson flaug inn í heiðurshöllina

Þjálfarinn Phil Jackson hjá LA Lakers var í dag tekinn inn í heiðurshöllina í NBA deildinni. Hann vann sex meistaratitla með Chicago Bulls á tíunda áratug síðustu aldar og aðra þrjá með liði LA Lakers í byrjun aldarinnar. Aldrei var spurning hvort Jackson færi inn í heiðurshöllina heldur aðeins hvenær og hann hefur nú fengið þar sæti á fyrsta árinu sem hann kom til greina.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix skellti Dallas

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af voru þrír stórleikir á dagskrá. Phoenix jafnaði einvígið við Dallas í deildarkeppninni með 126-104 sigri á heimavelli. Utah vann afar mikilvægan útisigur á Houston og Detroit lagði Miami í uppgjöri risanna í Austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld

Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn skorar Kobe yfir 50 stig

Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-deildarkeppninni í körfuknattleik með naumum sigri á Detroit, 83-81. Kirk Hinrich, leikmaður Bulls, tryggði liðinu sínu sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum af þremur þegar innan við þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.

Körfubolti