Hver græðir? Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Skoðun 22. mars 2021 07:31
Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu. Innlent 22. mars 2021 07:00
Ekki lengur þörf á að tilkynna fæðubótarefni né íblöndun koffíns í litlu magni Matvælaframleiðendur og dreifingaraðilar þurfa ekki lengur að tilkynna markaðssetningu orkudrykkja sem innihalda minna en 320 mg/l af koffíni. Innlent 18. mars 2021 14:02
Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Viðskipti innlent 12. mars 2021 17:23
Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár. Viðskipti innlent 11. mars 2021 10:09
Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Innlent 10. mars 2021 20:04
„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. Neytendur 7. mars 2021 23:40
Íslandsbanki hækkar fasta vexti húsnæðislána en fellir niður lántökugjöld af „grænum húsnæðislánum“ Frá og með næsta þriðjudegi hækka fastir vextir óverðtryggðra lána hjá Íslandsbanka. Þá taka jafnframt gildi breytingar á vaxtatöflu bankans sem fela í sér að ekkert lántökugjald verður innheimt af svokölluðum grænum húsnæðislánum auk þess sem 0,10% vaxtaafsláttur verður veittur af slíkum lánum. Viðskipti 6. mars 2021 13:01
Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. Neytendur 4. mars 2021 12:02
Innkalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni. Neytendur 3. mars 2021 13:00
Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni. Neytendur 2. mars 2021 12:15
Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. Viðskipti innlent 26. febrúar 2021 07:31
„Buttergate“ skekur Kanada: Smjörið bráðnar ekki og bændur skipa nefnd Ein er sú spurning sem virðist nú brenna á kanadískum matreiðslumönnum, matreiðslubókahöfundum og almennum neytendum: Af hverju mýkist smjörið ekki lengur við stofuhita? Erlent 23. febrúar 2021 22:28
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. Viðskipti innlent 20. febrúar 2021 08:01
Misjafnt hvort atvinnulausir og öryrkjar greiði lægri leikskólagjöld Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið. Innlent 18. febrúar 2021 21:42
Vilja breytingar vegna skorts á innlendum konudagsblómum Íslenskum garðyrkjubændum hefur reynst erfitt að anna eftirspurn eftir blómum að undanförnu og eru dæmi um að blómaverslanir hafi einungis fengið hluta af pöntunum sínum afhenta í aðdraganda Valentínusardagsins og konudagsins sem er næsta sunnudag. Viðskipti innlent 17. febrúar 2021 23:57
Grænir frasar Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Skoðun 15. febrúar 2021 15:31
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 07:01
Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. Neytendur 5. febrúar 2021 10:04
Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. Neytendur 4. febrúar 2021 15:24
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. Viðskipti innlent 4. febrúar 2021 07:31
„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“ Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins Innlent 2. febrúar 2021 11:18
Varúðarmerking á verðtryggð lán Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Skoðun 31. janúar 2021 12:07
Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. Neytendur 29. janúar 2021 10:18
Útboðsgjald á innfluttar landbúnaðarvörur hækkar um allt að 2.840 prósent Dæmi eru um að útboðsgjald vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan tollakvóta Evrópusambandsins hafi tuttugu og níu faldast eftir að eldri álagning var tekin upp á ný um áramót. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þessar hækkanir skila sér út í verðlagið bæði á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Innlent 26. janúar 2021 19:20
„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. Skoðun 25. janúar 2021 13:00
Neytandinn er kóngurinn! Hvar eigum við að byrja? Síðustu mánuðir hafa verið vægast sagt sérstakir. Áskoranir sem fyrirtæki hafa þurft að takast á við eru einstakar, óútreiknanlegar og á köflum gríðarlega erfiðar. Skoðun 22. janúar 2021 13:01
Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. Viðskipti innlent 22. janúar 2021 07:00
World Class hækkar verð í annað sinn á hálfu ári World Class hækkaði nýverið verðskrá sína og greiða viðskiptavinir í áskrift nú 8.260 krónur á mánuði fyrir að fá að heimsækja stöðvar fyrirtækisins, í stað 7.870 króna áður. Neytendur 19. janúar 2021 23:38
Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. Neytendur 19. janúar 2021 15:19