Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valur vann Fram

    Valur vann í dag fimm marka sigur á Fram, 29-24, í N1-deild kvenna. Þetta var síðasti leikurinn í næstsíðustu umferð deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir vann Gróttu í botnslagnum

    Sunna Jónsdóttir skoraði ellefu mörk í 31-25 sigri Fylkis á Gróttu í botnslag N1 deildar kvenna í Fylkishöllinni í kvöld. Sigurinn dugði þó ekki Fylki til að komast upp úr neðsta sætinu því Grótta hefur einu stigi meira.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjórir leikir í kvennahandboltanum

    Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í dag. Stórleikur dagsins fer fram í Safamýrinni þar sem Framstelpur taka á móti Haukum. Sá leikur hefst klukkan 13.00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víti Hönnu í leikslok tryggði Haukum stig

    Hanna Guðrún Stefánsdóttir tryggði Haukunm 30-30 jafntefli á móti Val í N1 deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag. Þetta var tíunda mark Hönnu í leiknum en hún skoraði það úr vítakasti í lok leiksins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hugarfarið er það sem skiptir máli

    "Maður er í þessu til að spila svona leiki og þetta verður ekkert skemmtilegra en þetta," sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, fyrirliði FH, um úrslitaleikinn í Eimskipsbikar kvenna á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Valur vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Vodafonehöllinni 29-27 eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf

    Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur burstuðu Gróttu

    Valsstúlkur áttu ekki í erfiðleikum með lið Gróttu í N1-deild kvenna. Valur vann sigur 39-13 eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar upp fyrir Stjörnuna

    Lið Hauka komst í dag á toppinn í N1 deild kvenna í handbolta með 30-27 sigri á Stjörnunni í uppgjöri toppliðanna í Mýrinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stórsigur Vals á HK

    Þriðja og síðasta leik dagsins í N1-deild kvenna lauk með þrettán marka stórsigri Vals á HK eftir að munurinn var ekki nema þrjú mörk í hálfleik, 17-14, Val í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hanna með stórleik í sigri Hauka

    Kvennalið Hauka komst í kvöld á toppinn í N1 deildinni í handbolta með öruggum 34-25 sigri á Gróttu í Hafnarfirði. Hanna G. Stefánsdóttir fór hamförum í liði Hauka og skoraði 13 mörk, en Elsa Óðinsdóttir skoraði 11 mörk fyrir gestina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur á toppinn

    Stjarnan komst í kvöld í efsta sæti N1-deildar kvenna í handbolta þegar liðið vann útisigur á Val 23-17. Stjarnan er með 26 stig eftir 14 leiki og er stigi á undan Haukastúlkum sem eru í öðru sæti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar og Stjarnan mætast í undanúrslitum

    Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í Eimskipabikar kvenna í handbolta. KA/Þór tekur á móti FH og í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Haukar og Stjarnan. Leikirnir fara fram dagana 14. og 15. næsta mánaðar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram nældi í stig gegn toppliði Hauka

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem hæst bar jafntefli Fram og toppliðs Hauka í Safamýrinni. Haukar hafa nú eins stigs forystu á Stjörnuna sem vann sigur á FH í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur burstaði Gróttu

    Einn leikur var í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann stórsigur á Gróttu 39-20 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-8. Dagný Skúladóttir gerði 9 mörk fyrir Val og Hrafnhildur Skúladóttir 8, en Ragnar Sigurðardóttir skoraði 5 mörk fyrir Gróttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Stjörnustúlkna

    Stjarnan vann öruggan útisigur á Fram í frestuðum leik í N1-deild kvenna sem fram fór í kvöld. Úrslitin urðu 23-33 en Garðabæjarliðið hafði leikinn í sínum höndum frá upphafi til enda.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði FH

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Fram lagði FH 28-24 í Hafnarfirði þar sem Hildur Knútsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukasigur gegn Val

    Haukar vann sigur á Val í eina leik kvöldsins í N1-deild kvenna, 29-26. Staðan í hálfleik var 15-14, Val í vil.

    Handbolti