Myndaveisla: Sexí upplifun í miðbænum Fjölmennt var á koteilabarnum Tipsý á dögunum þegar Samuel Page, yfirbarþjónn veitingastaðarins Sexy Fish í London, tók yfir barinn og bauð gestum upp að smakka á nokkra af þeirra frægustu kokteilum. Lífið 21. ágúst 2024 20:02
Guggur og gúmmíbátur hjá Guggu í gúmmíbát „Þetta var án efa besti dagur lífs míns,“ segir áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu með stæl um helgina á skemmtistaðnum Hax. Patrik, Issi, HubbaBubba og DJ Bjarni K voru meðal tónlistaratriða og að sjálfsögðu var gúmmíbátur á svæðinu. Lífið 21. ágúst 2024 07:01
Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar Fimmtudaginn 15. ágúst hélt Tónlistarmiðstöð athöfn til að heiðra styrkhafa seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs 2024 en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig. Tónlist 19. ágúst 2024 16:00
Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Lífið 19. ágúst 2024 14:01
Gunnar Nelson mætti á golfbíl Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár. Lífið 13. ágúst 2024 20:00
„Það var eiginlega ég sem bað hann um að giftast mér, held ég“ Rithöfundurinn, þúsundþjalasmiðurinn og athafnakonan Silja Björk og Ísak Vilhjálmsson, deildarstjóri hjá Klettabæ, fögnuðu ástinni með pomp og prakt þegar þau gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Brúðkaupið fór fram í sveitasælu og segjast þau enn vera að ná sér niður eftir hinn fullkomna dag. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn. Lífið 30. júlí 2024 07:01
Líf og fjör í 30 ára afmæli Mærudaga Stemningin var gríðarleg á Húsavík um helgina þegar að Mærudagar voru haldnir hátíðlegir í þrítugasta skiptið. Gestum var boðið upp á heljarinnar dagskrá, tónleika, fjör, hlaup, froðurennibraut, karnivalstemningu og fleira til. Lífið 29. júlí 2024 13:01
Sól og sæla á Götubitahátíðinni Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. Lífið 24. júlí 2024 09:45
Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Lífið 22. júlí 2024 13:16
Myndaveisla: Almennilegt rigningardjamm á Kótelettunni Það var gríðarleg stemning á útihátíðinni Kótelettunni á Selfossi um helgina þar sem úrval tónlistarfólks steig á stokk. Uppselt var á hátíðina og skemmtu gestir sér vel í stanslausri rigningu fram á rauða nótt. Tónlist 15. júlí 2024 15:31
Portú-galin stemning hjá Villa Netó Listamaðurinn Villi Neto gaf út plötuna Portú Galinn síðastliðinn föstudag og hélt að því tilefni útgáfupartý fyrir sig og sína á Prikinu. Fræga fólkið lét sig ekki vanta og var landsleikur Portúgals og Frakklands hluti af dagskránni. Tónlist 9. júlí 2024 07:01
Gyðjusamkoma með glæsilegum gellum Sóley Organics hélt á dögunum draumkennda gyðjusamkomu í þema Miðsumarsdraums í húsnæði fyrirtækisins á Hólmaslóð 6. Áhrifavaldar og aðrar glæsikonur borgarinnar voru meðal gesta og bauð sumarið upp á sitt allra besta veður. Lífið 3. júlí 2024 14:01
Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda. Lífið 1. júlí 2024 23:31
Tinna Brá og Ari Eldjárn færðu fertugsafmælið út á sjó Tinna Brá Baldvinsdóttir helt upp á fertugsafmæli sitt á laugardag. Fyrst á Reykjavík Röst, áður en gestum boðið út á höfn þar sem snekkja beið þeirra. Tinna Brá þakkar kærasta sínum Ara Eldjárn fyrir að gera afmælið ógleymanlegt. Lífið 1. júlí 2024 19:21
Myndaveisla: Suðræn stemning í afmælisveislu Tres Locos Blásið var til heljarinnar veislu í tilefni tveggja ára afmælis veitingastaðarins Tres Locos á miðvikudaginn. Hópur tónlistarmanna og annarra skemmtikrafta mætti og skemmti lýðnum. Lífið 29. júní 2024 15:55
DJ goðsögn stýrði trylltum dansi Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið. Tónlist 26. júní 2024 16:05
Skvísuviðburður þar sem hátískuflíkum rigndi yfir gesti Fatamarkaður Regn var haldinn með pomp og prakt um síðastliðna helgi á Hafnartorgi þar sem tískuunnendur, skvísur landsins og nokkrir hundar sameinuðust í að skoða ýmsar gersemar. Regn er forrit sem endurselur notuð föt og ákváðu forsvarskonur Regn að færa þetta frá skjánum yfir í raunheima um stund. Tíska og hönnun 25. júní 2024 10:35
Þotulið listagyðja fögnuðu að sænskum stíl Margar af ofurskvísum landsins komu saman síðastliðið miðvikudagskvöld í svokallaðri Miðsumar veislu Ginu Tricot, Essie og Elísabetar Gunnars en viðburðurinn dregur innblástur til Midsommer hátíðarinnar sem haldin er um öll Norðurlönd. Tíska og hönnun 24. júní 2024 12:51
Stjörnulífið: „Gellufélagið túttast á Tene“ Ástin, gellufrí í Króatíu og útihlaup lituðu samfélagsmiðlana hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Lífið 24. júní 2024 10:48
Skvísurnar skelltu sér á ströndina Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Eva Einarsdóttir eru staddar saman ásamt kærustunum í fríi í Króatíu. Þar hafa þær haft nóg fyrir stafni, líkt og sést á samfélagsmiðlum. Lífið 21. júní 2024 11:13
Egill og villta vestrið í Víkinni Glaðlegi útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu síðastliðið fimmtudagskvöld í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem um hundrað manns mættu og samfögnuðu í sannkallaðri country-stemningu. Lífið 20. júní 2024 10:01
Stjörnurnar streymdu í nýja VIP stúku Vals Það var margt um manninn á leik Vals og Víkings á N1-vellinum í gærkvöldi. Valsmenn buðu upp á sérstaka VIP-stúku þar sem boðið var upp á veitingar fyrir leik og í hálfleik. Lífið 19. júní 2024 13:01
Stjörnubrúðkaup á Siglufirði: „Partý sem fór hálfpartinn úr böndunum“ Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn. Lífið 18. júní 2024 14:58
Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. Menning 18. júní 2024 13:00
Myndaveisla: Vel mætt í 80 ára lýðveldisafmælið Það var nóg um að vera í höfuðborginni á þjóðhátíðardaginn, þar sem landinn fagnaði 80 ára afmæli lýðveldisins. Lífið 17. júní 2024 23:23
Ofurskvísur landsins fögnuðu „Heiðarlegri“ fatalínu Heiðar Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk Eggertsdóttir fagnaði nýrri fatalínu með pomp og prakt í gærkvöldi. Fatalínan AndreA x Heiður er unninn í sameiningu við hönnuðinn Andreu Magnúsdóttir og mættu ofurskvísur landsins í teitið sem haldið var í verslun Andreu í Hafnarfirði. Tíska og hönnun 14. júní 2024 13:01
Sjö daga afmælissæla í Reykjanesbæ Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. Lífið 13. júní 2024 15:00
Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 09:21
Grínaðist með yfirlið Binna í Köben Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj ferðaðist til Kaupmannahafnar í morgun. Þar gerði hann góðlátlegt grín að einum af sínum bestu vinum og kollega í Æði, Binna Glee og endurlék atvik fyrir samfélagsmiðla þar sem Binni féll í yfirlið á lestarstöð í borginni. Lífið 10. júní 2024 13:24
Myndaveisla: Eliza og Lilja Alfreðs í afmæli Karls Bretakonungs Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs í hópi góðra gesta í veislusal Center Hotels Plaza við Aðalstræti í gær. Afmæli þjóðhöfðingja í Bretlandi er vanalega haldið í júní þó afmæli þeirra séu á öllum tímum árs. Þema veislunnar var sustainability eða sjálfbærni og umhverfisvernd, sem hafa lengi verið áhersluatriði konungsins. Lífið 9. júní 2024 20:00