Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum

Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Lífið
Fréttamynd

Fullt hús á Fullu húsi

Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Dagur B fékk við­stadda til að sperra upp eyrun

Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára af­mæli Gústa B

Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Hildur Yeoman fer­tug og fabjúlöss

Fatahönnuðurinn og ofurdívan Hildur Yeoman fagnaði fertugsafmæli sínu og nýju hátíðarlínunni síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var í veislunni sem haldin var í versluninni Yeoman. Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp og skemmti gestum. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Gerður í Blush og Sigurður Ingi skáluðu fyrir Teprunum

Sérstök hátíðarsýning á Teprunum fór fram í Borgarleikhúsinu liðna helgi. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta og skáluðu í fallegan fordrykk fyrir sýninguna. Meðal gesta voru Gerður Huld Arinbjarnardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Kolbrún Anna Vignisdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð

Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði.

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarveisla til heiðurs Agli Ólafs­syni

Fjölmennt var á tónleikum til heiðurs Agli Ólafs­syni í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri liðna helgi. Þar var farið yfir glæstan tónlistarferil Egils með sérstakri áherslu á Þursaflokksárin.

Lífið