Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðnigur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Innlent 13.4.2025 14:53
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Innlent 13.4.2025 12:13
„Vinnan er rétt að hefjast“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar. Innlent 12.4.2025 16:19
Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. Innlent 11. apríl 2025 12:51
Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. Innlent 11. apríl 2025 12:30
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11. apríl 2025 12:01
„Bara ef það hentar mér“ Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Skoðun 11. apríl 2025 11:31
Alþingi komið í páskafrí Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí. Innlent 11. apríl 2025 10:12
Borgin græna og ábyrgðin gráa Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Skoðun 11. apríl 2025 09:00
Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Innlent 11. apríl 2025 07:02
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Skoðun 11. apríl 2025 07:02
Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 22:00
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Skoðun 10. apríl 2025 22:00
Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Innlent 10. apríl 2025 21:00
Aukinn stuðningur við ESB og NATO Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Skoðun 10. apríl 2025 19:00
Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis. Menning 10. apríl 2025 18:41
Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 18:15
Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts. Neytendur 10. apríl 2025 16:55
Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands. Breytingin er sögð í samræmi við stefnu stjórnvalda um að einfalda yfirstjórn stofnana og hagræða í ríkisrekstri. Innlent 10. apríl 2025 15:48
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. Innlent 10. apríl 2025 14:54
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Innlent 10. apríl 2025 13:14
Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Skoðun 10. apríl 2025 13:00
Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 12:50
Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Innlent 10. apríl 2025 12:01