Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­við­unandi viðhalds­leysi á vegum

Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Grá­sleppan úr kvóta!

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda.

Skoðun
Fréttamynd

30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs

Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 

Innlent
Fréttamynd

„Al­gjör­lega brjál­æðis­legt að sjá“

Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Örugg skref fyrir Ís­land í alþjóða­sam­félaginu

Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum.

Skoðun
Fréttamynd

Sorg­legt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Grátandi for­eldrar ein­hverfra ung­menna án úr­ræða

Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun.

Innlent
Fréttamynd

Skila sex hundruð milljónum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga.

Innlent
Fréttamynd

Don Qu­ixot­e og veru­leika­firring evrópskra stjórn­mála­manna

Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli.

Skoðun
Fréttamynd

Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma.

Innlent
Fréttamynd

Innan­lands­flug eru al­mennings­sam­göngur !

Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Vísir á lands­fundi: Þúsund handa­bönd og þunnir stuðnings­menn

Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 

Innlent