Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Innlent 20. desember 2023 17:11
Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. Innlent 20. desember 2023 15:54
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. Innlent 20. desember 2023 14:43
Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. Innlent 20. desember 2023 12:35
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. Innlent 20. desember 2023 11:54
Hann hlýtur að vera á útleið Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. Skoðun 20. desember 2023 10:30
Mikilvægir menningarsamningar í höfn Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu. Skoðun 20. desember 2023 09:00
Guðlaug Rakel nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) til næstu fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Fráfarandi forstjóri stendur nú í málarekstri gegn ráðherra. Innlent 19. desember 2023 16:42
Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Innlent 19. desember 2023 16:06
Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. Innlent 19. desember 2023 15:27
Guðmundur að hætta sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Guðmundur Árnason, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjórtán ár, lætur senn af störfum í ráðuneytinu. Hann mun að eigin sögn taka við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Innherji 19. desember 2023 13:13
Átta sækja um embætti forstjóra Veðurstofunnar Átta sóttu um embætti forstjóra Veðurstofu Íslands sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 19. desember 2023 13:11
Þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst. Innlent 19. desember 2023 12:38
Lúðvík skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Lúðvík Þorgeirsson í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til næstu fimm ára, frá 1. mars 2024. Lúðvík hefur síðustu ár starfað sem rekstrarstjóri hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann tekur við stöðunni af Gylfa Ólafssyni. Innlent 19. desember 2023 11:55
Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Skoðun 19. desember 2023 08:00
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. Innlent 18. desember 2023 20:00
Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. Innlent 18. desember 2023 19:21
Eigendur skrái kílómetrastöðu í janúar Alþingi samþykkti um helgina frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á rafmagns, vetnis-og tengiltvinnbíla í flokki fólks- og sendibíla. Fyrsta skráning eigenda á kílómetrastöðu á að fara fram fyrir 20. janúar næstkomandi. Innlent 18. desember 2023 17:48
Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Innlent 18. desember 2023 15:48
Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Innlent 18. desember 2023 14:53
Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. Innlent 18. desember 2023 11:48
„Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“ Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins. Innlent 18. desember 2023 09:11
Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Skoðun 18. desember 2023 08:00
Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Skoðun 18. desember 2023 07:00
Segja frumvarp gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra tilbúið Frumvarp um lög gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er tilbúið í innviðaráðuneytinu og líkur á að það verði lagt fram í vikunni. Innlent 18. desember 2023 06:19
Þakklát íslensku þjóðinni Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Innlent 17. desember 2023 16:09
„Mjög svo“ ósáttur við ferðagjöld og vöruflutningagjöld milli landa Forseti Alþingis segir Alþingi hafa náð að klára þau mál sem áttu að klárast á síðasta þingfundi fyrir jól. Þingmaður Miðflokksins segist mjög ósáttur við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á máli um ný gjöld á flugferðir og vöruflutninga milli landa. Innlent 16. desember 2023 22:01
Samþykkt að Kristján Jóhannsson fái heiðurslaun listamanna Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun á nýju ári bætast í hóp þeirra listamanna sem hljóta heiðurslaun. Alþingi samþykkti breytinguna á síðasta þingfundi fyrir jól sem fram fór í dag. Innlent 16. desember 2023 20:57
Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. Innlent 16. desember 2023 19:46
Áfram eða afturábak? Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Skoðun 16. desember 2023 13:30