Lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins hækkar í fyrsta sinn frá 2019 Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íslands úr A í A+, sem endurspeglar útlit fyrir áframhaldandi kraftmikinn hagvöxt, en ef opinber fjármál styrkjast meira en nú er áætlað gætu verið forsendur fyrir enn frekari hækkun. Líklegt er að hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs muni í framhaldinu sömuleiðis skila sér í uppfærslu á lánshæfismati íslensku bankanna en S&P gerir ráð fyrir að arðsemi þeirra verði áfram sterk sem geri þá vel í stakk búna til að mæta mögulegum auknum útlánatöpum. Innherji 11. nóvember 2023 13:21
Keisaraskurður án deyfingar Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Skoðun 11. nóvember 2023 09:01
Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. Viðskipti innlent 10. nóvember 2023 14:08
Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Innlent 10. nóvember 2023 14:06
Hvaða styttu á að fjarlægja næst? Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur. Skoðun 10. nóvember 2023 13:59
Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. Innlent 10. nóvember 2023 12:13
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. Innlent 10. nóvember 2023 08:16
Hnignun og upprisa fjölmiðla Ég fór yfir lýðræðislegar afleiðingar villandi áróðurs Morgunblaðsins í ræðu minni í borgarstjórn í vikunni sem beitir sér af öllu afli í þágu sérhagsmuna og Sjálfstæðisflokksins í stað vandaðrar upplýsingagjafar til almennings. Þetta virðist vera viðkvæmt að ræða en þó nauðsynlegt. Skoðun 10. nóvember 2023 08:00
Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. Innlent 10. nóvember 2023 06:45
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. Erlent 9. nóvember 2023 19:21
Samstaða um tafarlaust vopnahlé Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Skoðun 9. nóvember 2023 15:00
Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Innlent 9. nóvember 2023 14:40
Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Innlent 9. nóvember 2023 14:23
Gögn eru gulls ígildi Hið árlega heilbrigðisþing verður haldið þriðjudaginn 14. nóvember í Hörpu. Þingið verður að þessu sinni með norrænni skírskotun í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu margir innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á stokk í Norðurljósasalnum. Skoðun 9. nóvember 2023 13:31
Vill láta breyta nafni hluta Hátúns Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að nafni hluta götunnar Hátúns í Reykjavík verði breytt og hann nefndur í höfuðið á einum af stofnenda Öryrkjabandalagsins. Vill borgarfulltrúinn að norður-suður hluti götunnar verði þannig nefndur Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur. Innlent 9. nóvember 2023 13:13
Lögreglan sem fer ekki að lögum um eftirlit fái auknar heimildir Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum. Innlent 9. nóvember 2023 12:26
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Innlent 9. nóvember 2023 12:01
Mennt er máttur Menntakerfið er ein af grunnundirstöðum samfélagsins og þar spilar námslánakerfið lykilhlutverk. Námslán hafa gert fjölda fólks kleift að öðlast menntun, sem ella hefði þurft að hverfa frá námi og halda út á vinnumarkað. Skoðun 9. nóvember 2023 11:01
Aðhald til varnar sterkri stöðu Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Skoðun 9. nóvember 2023 08:31
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. Innlent 8. nóvember 2023 19:22
Hættu! Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Skoðun 8. nóvember 2023 19:00
Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. Innlent 8. nóvember 2023 15:11
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. Innlent 8. nóvember 2023 14:06
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. Innlent 8. nóvember 2023 13:28
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. Innlent 8. nóvember 2023 12:01
Þar sem er vilji, þar er vegur Undirritaður var í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöldið og ræddi þar um húsnæðismál og hvernig okkur á að takast að byggja nægilegt magn íbúða svo mæta megi þeim áskorunum sem nú blasa við okkur. Það er hægt. Skoðun 8. nóvember 2023 11:30
Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmála Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Skoðun 8. nóvember 2023 10:00
Hús-næði Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Skoðun 8. nóvember 2023 08:31
Framhaldsskólar – breytt áform Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Skoðun 8. nóvember 2023 08:00
Kemur í stað vegakafla sem talinn hefur verið einn sá hættulegasti Nýr Þverárfjallsvegur, nýr kafli á Skagastrandarvegi og ný tvíbreið brú yfir Laxá í Refasveit voru vígð á mánudaginn. Heildarvegalengd vegakaflanna og brúarinnar er tæpir tólf kílómetrar, en vegakaflinn hefur lengi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. Innlent 8. nóvember 2023 07:46