Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ert þú að fara á landsfund?

Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu síður af innihalds­litlum klisjum – ESB er töfra­lausn!

Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­laugur segist ekki hafa hótað Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Leynd yfir sæta­skiptingu á lands­fundi í Laugar­dals­höll

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli.

Innlent
Fréttamynd

Gulli plús Kata talið ganga illa upp

Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 

Innlent
Fréttamynd

Gott fjar­skipta­sam­band er for­senda bú­setu­öryggis

Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum konur í Íran

Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­boð Guð­laugs krókur á móti bragði

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 

Innlent
Fréttamynd

Munaði einungis tveimur at­kvæðum

Kristrún Frostadóttir hlaut 94,59 prósent atkvæða er hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Jón Grétar Þórsson hlaut 139 atkvæði í kosningu til gjaldkera flokksins en Stein Olav Romslo 137 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Setur Viðreisn í vanda

Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið í flokknum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann

Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Plan Bjarni er alltaf að vinna“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ólíkir menn“

Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent