Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi

Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið spyrst fyrir um að­komu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér

Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“

Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Inn-, út­vistun eða blanda af hvoru tveggja

Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgðin á Sælu­koti liggur hjá Reykja­víkur­borg

Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey hættir hjá Sjálf­stæðis­flokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Alda og Einar eignuðust dóttur

Dóttir Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Einars Friðrikssonar læknakandídats kom í heiminn síðastliðinn mánudag. Fæðingin tók 26 klukkustundir en móður og barni heilsast mjög vel.

Lífið
Fréttamynd

Á sandi byggði heimskur maður hús

Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka

Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

„Alls ekki verið nóg gert“

Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga.

Innlent