Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum

Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar

Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Innlent
Fréttamynd

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir refsi­á­byrgð ráð­herra í starfi ó­mark­vissa í nú­gildandi lögum

Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi í takt við tímann

Árið 1947 var samþykkt á Alþingi að hækka hámarksaldur starfsmanna ríkisins úr 65 árum í 70 ár á þeim forsendum ,,…að flestir opinberir starfsmenn væru færir um að gegna starfinu til sjötugs“. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá árinu 1947 þá stendur reglan um 70 ára hámarksaldur starfsmanna ríkisins óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Frænd­hyggja í ís­lenskum stjórn­málum

Ísland, þekkt fyrir stórkostlegt landslag og líflega menningu, hefur einstakt félagslegt og pólitískt landslag. Með næstum 400.000 íbúa hefur eyþjóðin í gegnum tíðina einkennst af nánum samfélögum og sterkum skyldleikaböndum.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkja minni hækkun launa

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn ó­sam­mála um á­kvörðun Svan­dísar

Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­gatan þurfi ekki alltaf að vera göngu­gata

Lokunartími göngugötunnar á Akureyri hefur aukist síðustu ár. Forseti bæjarstjórnar segir það ekki nauðsynlegt að loka fyrir umferð allan ársins hring enda séu gangandi vegfarendur í fullum rétti allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Katrín náði að skreppa í bæinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli.

Erlent
Fréttamynd

Síðasti dagur strandveiða

Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Öngstræti matvælaráðherra

„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus

Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Fram­sókn og Sam­fylking tapa fluginu

Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. 

Skoðun
Fréttamynd

Lindar­hvols­skýrslan komin á borð héraðs­sak­sóknara

Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent