„Ég veit ekki hvernig ég verð eftir fimm ár“ „Ef ég hefði fæðst ellefu mánuðum fyrr hefði ég verið sautján ára þegar lyfið var samþykkt hér á landi árið 2018 og þá væri ég á lyfinu núna,“ segir Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára leikstjóri og handritshöfundur og einn ellefu einstaklinga á Íslandi með vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA), sem fá ekki lyf við sjúkdómnum. Innlent 15. apríl 2023 14:00
Trú á Ísland Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Skoðun 15. apríl 2023 13:00
Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Innlent 15. apríl 2023 12:00
Stórefla öryggi í sundlaugum eftir andlát ungs manns Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021. Innlent 14. apríl 2023 21:07
Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Innlent 14. apríl 2023 20:35
Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. Innlent 14. apríl 2023 19:30
Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Innlent 14. apríl 2023 15:34
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. Innlent 14. apríl 2023 15:04
Fjármálaráðherra í fríi Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu. Skoðun 14. apríl 2023 14:31
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. Innlent 14. apríl 2023 11:26
Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. Innlent 14. apríl 2023 10:40
Fjármálaráð segir að „lausung“ í ríkisfjármálum valdi framúrkeyrslu Lausung í fjármálastjórn ríkisins, sem endurspeglast í því að ófyrirséður tekjuauki ríkissjóðs hefur verið nýttur til aukinna útgjalda, er ein helsta ástæðan fyrir því að fyrri fjármálaáætlanir hafa ekki gengið eftir. Fjármálastefna sem gengur út á að safna skuldum bæði „í hæðum og lægðum skerðir trúverðugleika,“ að mati fjármálaráðs. Innherji 14. apríl 2023 07:55
Skoða hvort fullorðnir með SMA geti fengið langþráð lyf: „Ég reikna með að við getum unnið þetta hratt“ Heilbrigðisyfirvöld skoða hvort tilefni sé til að leyfa fullorðnum með SMA hér á landi að fá lyf við sjúkdóminum í kjölfar ákvörðunar Norðmanna þess efnis. Hópur sjúklinga hefur undanfarið lýst langri baráttu við kerfið og kallað eftir aðgerðum. Heilbrigðisráðherra reiknar með að hægt verði að vinna málið hratt, enda ákallið sterkt. Innlent 13. apríl 2023 19:47
FME tjáir sig ekki hvort borginni hafi borið að upplýsa um „rútínubréf“ Fjármálaeftirlit Seðlabankans getur ekki tjáð sig hvort það muni taka til skoðunar hvort Reykjavíkurborg hafi átt að tilkynna til Kauphallarinnar að henni hafi borist bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Reykjavíkurborg er með skuldabréfaflokka skráða í Kauphöllina. Innherji 13. apríl 2023 14:12
Ósammála um óvissuferðina Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra gefur lítið fyrir það sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, viðrar um efnahagsmálin í grein á Vísi í gær. Þorbjörg segir krónuna leiða af sér hærri vexti og fákeppni en Bjarni segir að hér dugi engar töfralausnir og ekki sé hægt að horfa til Evrópusambandsins í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. Innlent 13. apríl 2023 13:46
Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. Lífið 13. apríl 2023 13:15
Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. Innlent 13. apríl 2023 13:08
Gömul sannindi og ný Öll uppvaxtarár minnar kynslóðar var óðaverðbólga á Íslandi. Frá því að ég hóf nám í Ísaksskóla 4 ára gamall þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla. Á þessum tíma var verðbólgan ávallt 20% eða hærri og verðbólguhraðinn innan árs fór um tíma yfir 100%. Það var árið sem ég fermdist. Skoðun 13. apríl 2023 12:31
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. Innlent 13. apríl 2023 11:57
Bein útsending: Náttúruvá - hættumat og vöktun Skýrsla starfshóps um stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár verður kynnt í Kaldalóni í Hörpu klukkan 10. Innlent 13. apríl 2023 09:31
„Þetta verður stríð“ Breytingar tóku gildi í byrjun mánaðar á lögum um leigubíla á Íslandi, sem gera fleiri fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi á markaðnum og afnema um leið hámarksfjölda leyfa fyrir bílstjóra. Leigubílstjórar eru mótfallnir breytingunum en í Íslandi í dag var leitað eftir áliti almennings. Innlent 13. apríl 2023 08:50
Þakklætisvottur fyrir fórnfýsi stjórnvalda Það þykir heldur kræft, og jaðrar satt að segja við ósvífni, þegar ríkisvaldinu nægir ekki lengur að stæra sig af því að hafa útvegað þér hækjur heldur byrjar að rukka fyrir afnotin. Umræðan 13. apríl 2023 08:30
Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Innlent 12. apríl 2023 20:00
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Innlent 12. apríl 2023 16:19
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. Innherji 12. apríl 2023 14:11
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. Innlent 12. apríl 2023 13:44
10 ára óvissuferð í boði Bjarna Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027. Skoðun 12. apríl 2023 08:00
„Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu. Innlent 12. apríl 2023 07:01
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11. apríl 2023 21:51
Óhugnanlegt og erfitt að finna líkamann hrörna meðan lyf eru í boði Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega en ljóst sé að kostnaður ráði för. Ákvörðun Norðmanna í dag um að leyfa fullorðnum að fá lyf við sjúkdóminum hljóti að hreyfa við íslenskum yfirvöldum. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þó hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Innlent 11. apríl 2023 19:32