Gabríel vill líka leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 10:20 Gabríel Ingimarsson er 24 ára viðskiptafræðingur. Aðsend Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel. Viðreisn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel.
Viðreisn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira