Áskorun til heilbrigðisráðherra Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Skoðun 11. apríl 2023 16:01
Líflaus fjölbreytileiki Nú í dymbilvikunni fór fram stjórnarkjör Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég óska ný kjörnum formanni Júlíusi Viggó Ólafssyni sem sigraði með naumindum til hamingju með kjörið. Skoðun 11. apríl 2023 15:30
Falskur tónn sleginn í Árborg Fyrir ári síðan eða í lok sl. kjörtímabils var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að ganga til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni og óskuðu eftir frestun málsins. Nú kveður við annan tón, sem betur fer. Skoðun 11. apríl 2023 13:00
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. Innlent 11. apríl 2023 11:33
Íslensk matvara á páskum 2024 Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað? Skoðun 11. apríl 2023 11:30
Gömul saga og ný Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Skoðun 11. apríl 2023 07:30
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10. apríl 2023 09:39
Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9. apríl 2023 20:29
Sigurlaug Bjarnadóttir er látin Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, er látin 96 ára að aldri. Innlent 9. apríl 2023 12:13
„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“ „Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr. Innlent 7. apríl 2023 09:00
Segir ráðuneytið reka fólk úr íbúðum svo leigja megi hælisleitendum Bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ segir bæinn vera kominn að þolmörkum þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hún segir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum þær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja bæjarbúa ekki treysta yfirvöldum þegar kemur að málaflokknum. Innlent 6. apríl 2023 13:32
Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Skoðun 6. apríl 2023 12:31
Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Skoðun 6. apríl 2023 08:00
Arnar Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Arnar hefur starfað sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra frá árinu 2018. Þá er hann formaður stýrihóps stjórnvalda um byggingu þjóðarleikvanga. Innlent 5. apríl 2023 15:59
Launalægsta fólkið megi ekki við tekjuskerðingunni Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Þingmaðurinn segir breytingarnar eiga að tryggja betur afkomuöryggi foreldra og stuðla að auknu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Innlent 5. apríl 2023 14:21
Hart tekist á um erfðafjárskatt: „Er þetta í alvöru forgangsröðunin?“ Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fyrstu tíu milljónir erfðafjár verði gerðar skattfrjálsar. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrstu 5,7 milljónir erfðafjár skattfrjálsar. Þingmaður Samfylkingar segir erfðafjárskattinn þann sanngjarnasta. Ekki sé rétt forgangsröðun að veita efnamesta fólki landsins skattaafslátt með þessari breytingu. Innlent 5. apríl 2023 00:03
Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði Innlent 5. apríl 2023 00:00
Júlíus Viggó hafði betur í formannskosningu Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson er nýr formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann hafði betur gegn Páli Orra Pálssyni, með 53 prósentum greiddra atkvæða gegn 47. Innlent 4. apríl 2023 22:30
Ósátt með fréttaflutning af meintum tengslum við hælisleitendur Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er ósátt með fréttaflutning Morgunblaðsins af meintum tengslum hennar við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún sakar blaðamann um að vera ófaglegan. Innlent 4. apríl 2023 21:47
Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Innlent 4. apríl 2023 18:52
Hermann nýr ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu Hermann Sæmundsson stjórnmálafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu. Hermann tekur við embættinu 1. maí þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum. Fjórir sóttu um starfið. Innlent 4. apríl 2023 17:25
Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna - Fyrst hænuskref, svo netsala áfengis Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda. Skoðun 4. apríl 2023 16:00
Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Innlent 4. apríl 2023 11:05
Evrópumeistarar með yfirdrátt „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Skoðun 4. apríl 2023 11:01
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Skoðun 4. apríl 2023 09:01
Gert upp á milli barna í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Skoðun 4. apríl 2023 08:01
Hver á að borga fyrir ferminguna? Það getur verið flókið að ganga í gegnum skilnað, sér í lagi þegar fólk á börn saman. Í daglegu lífi þegar sérstök útgjöld tengdu barni eru framundan líkt og til dæmis vegna fermingar getur ágreiningur skapast milli foreldra. Skoðun 4. apríl 2023 07:31
Jólagjafakostnaður Seðlabanka og Hagstofu tvöfaldaðist á fimm árum Heildarkostnaður vegna jólagjafa til starfsmanna jókst úr 3,6 milljónum króna árið 2018 og í 7,5 milljónir króna árið 2022 hjá Seðlabanka Íslands og úr 2,2 milljónum króna í 4,2 milljónir króna hjá Hagstofu Íslands. Innlent 4. apríl 2023 06:44
Lokunin augljóst merki um mismunun Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. Innlent 3. apríl 2023 22:04
„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Innlent 3. apríl 2023 16:05