Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Góðir íþróttamenn fara í boltann en ekki manninn

Í fjármálahruninu 2008 stóðum við hjónin í húsbyggingu og fór framkvæmdin í hægagang en þó tókst að lokum að ljúka verkinu og fluttum við inn haustið 2009. Þetta voru erfiðir tímar fyrir húsbyggjendur sem aðra og stjórnmálamönnum voru vægast sagt mislagðar hendur í þessu ástandi og engin skýr lausn í kortunum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Innlent
Fréttamynd

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Aldur og fyrri störf Viðreisnar

Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund.

Skoðun
Fréttamynd

Ábyrg verkalýðsbarátta?

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarskafögur fyrirheit

Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi.

Skoðun
Fréttamynd

Dagforeldrastéttin sem brúar bilið

Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið.

Skoðun
Fréttamynd

„Nei mér finnst það ekki boðlegt“

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið
Fréttamynd

Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn lost in space

Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni?

Skoðun
Fréttamynd

Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi

Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar.

Skoðun
Fréttamynd

Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Villandi framsetning og illa unnið“

Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast.

Innlent
Fréttamynd

Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi

Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 

Innlent
Fréttamynd

Vill gera rekstur Sam­takanna '78 fyrir­sjáan­legri

Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu.

Innlent
Fréttamynd

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“

Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Innlent