Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa

Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“

„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Lífið
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna

Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 

Innlent
Fréttamynd

Litla Rússland #2

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum?

Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi

Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkis­stjórninni

Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­full­trúar eru á of háum launum

Launagreiðslur borgarfulltrúa hafa oft reynst þeim sjálfum erfið og óþægileg til umræðu. En sama hvort borgarfulltrúum líkar það betur eða verr, eru breytingar á launafyrirkomulagi þeirra aldrei samþykktar án aðkomu borgarstjórnar. Núverandi launafyrirkomulag var nefnilega samþykkt í borgarstjórn árið 2017. Við megum heldur ekki veigra okkur við því að ræða mál sem kunna að vera óvinsæl í sölum borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­slit lík­legri í dag en í gær

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Paul Watson ánægður með Svandísi

Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína.

Innlent
Fréttamynd

„Jón Gunnarsson er karl og ég er kona“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Að hennar mati þarf að bregðast við auknu streymi fólks hingað til lands með einhverjum hætti. Hún segir þó að það sé munur á sér og forvera sínum.

Innlent
Fréttamynd

Barátta kvenna

Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr.

Skoðun