Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt

Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging efst á dagskrá í Hafnarfirði

Áhersla verður lögð á uppbyggingu í miðbænum og á hafnarsvæðinu á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamning Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks sem skrifað var undir í Hellisgerði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk

Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Verðum að gera betur!

Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vinabæirnir fylgjast að

Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok

Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum

Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti myndaður í Norðurþingi

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

130 milljarða halli á ríkissjóði

Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu

Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“

Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­liða­stefna Fram­sóknar

Framsóknarflokkurinn tók við félagsmálaráðuneytinu 1995 eftir átta ára tímabil þar sem Alþýðuflokkurinn hafði stýrt því ráðuneyti, og Jóhanna Sigurðardóttir megnið af þeim tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja stuðla að auknu val­frelsi um hvar fólk vinnur

Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða.

Innlent
Fréttamynd

Kynna nýjan meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning um verkefni og samstarf í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Mynduðu nýjan meiri­hluta í Fjalla­byggð

A-listi Jafnaðarfólks og óháðra hefur myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar með Sjálfstæðisflokknum. Oddvitar flokkanna skrifuðu undir meirihlutasamning í dag en Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með I-lista Betri Fjallabyggðar á seinasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár

Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak

Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Innlent