Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Innlent 23. desember 2022 13:20
Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023. Innlent 23. desember 2022 12:38
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. Innlent 22. desember 2022 19:21
Erla fagnar sáttum 46 árum eftir varðhaldið langa Erla Bolladóttir segir táknrænt að ná sáttum við íslenska ríkið í dag. Nákvæmlega 46 ár eru síðan hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi. Innlent 22. desember 2022 14:39
Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur Íslenska ríkið hefur gert samkomulag við Erlu Bolladóttur vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Innlent 22. desember 2022 13:49
Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. Innlent 22. desember 2022 13:15
Segir víða hægt að spara meira Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Innlent 22. desember 2022 12:00
Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Innlent 22. desember 2022 10:52
Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Skoðun 22. desember 2022 07:00
„Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. Innlent 21. desember 2022 22:43
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. Innlent 21. desember 2022 14:30
Diljá aðstoðar Dag Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Innlent 21. desember 2022 13:25
Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. Innlent 21. desember 2022 10:59
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. Innlent 21. desember 2022 10:20
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. Innlent 21. desember 2022 10:03
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. Innlent 21. desember 2022 08:36
Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu. Innlent 21. desember 2022 08:00
Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. Neytendur 20. desember 2022 23:47
Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Innlent 20. desember 2022 19:31
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Innlent 20. desember 2022 18:29
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. Innlent 20. desember 2022 15:10
Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt! Innlent 20. desember 2022 13:01
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. Innlent 20. desember 2022 12:35
Fimmtán milljarða samningur tryggir Betri samgöngum Keldnaland Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli. Innlent 20. desember 2022 08:50
Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpamanni Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega. Innlent 20. desember 2022 08:01
Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu. Innlent 20. desember 2022 07:01
„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. Menning 19. desember 2022 22:00
„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Innlent 19. desember 2022 21:15
Mannúð í anda jólanna Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Skoðun 19. desember 2022 10:31
Áskorun til matvælaráðherra Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Skoðun 19. desember 2022 10:01