Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Er eitt­hvað til í frí­skápnum?

Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur!

Skoðun
Fréttamynd

Kröftug upp­bygging á Ás­brú

Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekki gott að búa í Kópa­vogi – fyrir aldraða

Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í fram­tíðinni

Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag.

Innlent
Fréttamynd

Frelsis­hús­næði, ekki frelsis­borgarar

„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“.

Skoðun
Fréttamynd

„Auðvitað eiga menn að mæta sem best“

Frá­farandi odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins segir að hver og einn borgar­full­trúi beri sjálfur á­byrgð á eigin mætingu á borgar­stjórnar­fundi en minnir á mikil­vægi þess að mæta sem best. For­seti borgar­stjórnar bendir á að kosninga­bar­átta falli ekki undir lög­mæt for­föll.

Innlent
Fréttamynd

Eldri í­búar, eldri Ár-borgarar!

Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára.

Skoðun
Fréttamynd

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum

Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Innlent
Fréttamynd

Saga af stúlku

Mig langar að segja ykkur smá sögu.Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.

Innlent
Fréttamynd

Heilsu­gæsla og heil­brigðis­þjónusta í fyrir­rúmi

Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­barna­styrkur brúar bilið

Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­börn á færi­bandinu

Úr barnastefnu Pírata: „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heilsa á ekki að vera for­réttindi

Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Tæki­færi sveitar­fé­laga í um­hverfis­málum

Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna.

Skoðun
Fréttamynd

„Stórkostlega alvarleg tíðindi“

Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari.

Erlent