Örbirgð í auðugu landi Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Skoðun 29. desember 2022 14:02
Óborganlegustu mistök ársins Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík. Innlent 29. desember 2022 06:50
Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári. Innlent 28. desember 2022 22:22
Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Innlent 28. desember 2022 19:01
Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. Innlent 28. desember 2022 16:46
Þorvarður nýr formaður vísindasiðanefndar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar. Innlent 28. desember 2022 12:42
Skál fyrir þér Bjarni Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Skoðun 28. desember 2022 07:01
Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Innlent 27. desember 2022 21:37
Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Innlent 27. desember 2022 18:59
Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. Innlent 27. desember 2022 15:39
Þægileg innivinna Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Skoðun 27. desember 2022 13:30
Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Innlent 27. desember 2022 12:12
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Innlent 26. desember 2022 22:44
Hrifinn af því að gefa almenningi hlut ríkisins í Íslandsbanka Fjármálaráðherra segist vera hrifinn af því að dreifa hlutabréfum ríkisins Íslandsbanka til almennings. Hann vill losa um eignarhald ríkisins þegar markaðsaðstæður eru hagfelldar. Fjármálaeftirlitið lýkur ekki við athugun á sölunni á þessu ári. Innlent 25. desember 2022 18:21
Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Innlent 24. desember 2022 11:05
Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. Atvinnulíf 24. desember 2022 10:01
„Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi“ Magnús Leópoldsson, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaður um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana, segist í áfalli yfir þeim tíðindum að forsætisráðherra hafi ákveðið að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 232 daga við rannsókn sama máls. Innlent 23. desember 2022 16:15
Stjórnmál til friðar Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Skoðun 23. desember 2022 15:00
Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Innlent 23. desember 2022 13:20
Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023. Innlent 23. desember 2022 12:38
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. Innlent 22. desember 2022 19:21
Erla fagnar sáttum 46 árum eftir varðhaldið langa Erla Bolladóttir segir táknrænt að ná sáttum við íslenska ríkið í dag. Nákvæmlega 46 ár eru síðan hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi. Innlent 22. desember 2022 14:39
Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur Íslenska ríkið hefur gert samkomulag við Erlu Bolladóttur vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Innlent 22. desember 2022 13:49
Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. Innlent 22. desember 2022 13:15
Segir víða hægt að spara meira Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Innlent 22. desember 2022 12:00
Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Innlent 22. desember 2022 10:52
Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Skoðun 22. desember 2022 07:00
„Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. Innlent 21. desember 2022 22:43
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. Innlent 21. desember 2022 14:30