Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Erla hefur farið fram á endurupptöku

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk með vímu­efna­vanda statt í Squ­id Game

Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans.

Skoðun
Fréttamynd

Skóli í hverju?

Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar upp er staðið!

Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík

Þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp í Reykjavík í sumar. Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ.

Innlent
Fréttamynd

Arnar leiðir lista Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Árborg var samþykktur á félagsfundi í vikunni. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Tanja í kosningabaráttu

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálina fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Sport
Fréttamynd

Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun

Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sýnn land­búnaður

Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma.

Skoðun