Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Stór­bætum sam­göngur

Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%.

Skoðun
Fréttamynd

Skipar fram­kvæmda­nefnd um mál­efni Grinda­víkur

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­verðugt plan að annars góðum mark­miðum

Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís boðar til blaða­manna­fundar

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúran njóti vafans, ó­tíma­bundið

Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 

Skoðun
Fréttamynd

Heimildin sem hvarf úr frum­varpi mat­væla­ráð­herra

Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði

Skoðun
Fréttamynd

Heimilis­leysi blasir við ör­yrkjum

Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Veðrið, veskið og Ís­lendingurinn

Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott.

Skoðun
Fréttamynd

Í ker eða kistu

Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna.

Skoðun
Fréttamynd

Vill hinn al­menna launamann á þing

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja hinn almenna launamann á þing. Hún segist telja það mikilvægt að framboðslistar flokksins endurspegli breyttan flokk.

Innlent
Fréttamynd

„Nú­tíminn er trunta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Án varna, ekkert frelsi

Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Von­brigði fyrir þá verst settu

Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk

Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fylgistapi flokksins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir þingflokk Vinstri grænna hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Þar kom fram að flokkurinn mælist með 4,4 prósenta fylgi og næði samkvæmt því ekki inn á þing. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra bað um tíu milljarða króna í við­bót í arð

Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­hvíld ríkis­stjórn?

Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar.

Skoðun
Fréttamynd

Birna sett sýslu­maður á Vestur­landi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti.

Innlent