Ragna Árnadóttir hættir á þingi Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2025 13:32 Ragna Árnadóttir hefur staðið sig vel sem skrifstofustjóri Alþingis og þarna tekur hún nýja þingmenn í kennslu. vísir/vilhelm Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“ Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“
Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira