Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Braga og Gunnars minnst á Alþingi

Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní.

Innlent
Fréttamynd

Pírataframapotarar

Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Sigrar lýð­ræðisins

Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun.

Skoðun
Fréttamynd

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins

Ís­­lenskir rapparar eru sví­virtir af fjöl­­miðlum og ís­­lensku ríkis­­stjórninni, að sögn Berg­þórs Más­­sonar, sem mætti kalla einn helsta sér­­­fræðing þjóðarinnar í rapp­­tón­list. Þá nafn­bót hlýtur hann að eiga skilið eftir út­gáfu hlað­varps­þátta sinna Kraft­birtingar­hljóms guð­dómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Berg­þór rætt við nánast alla nafn­þekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Strandveiðar - Verk ganga orðum framar

Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu.

Skoðun
Fréttamynd

Vinir mínir eru ekki skrímsli

„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkdómar í sumarfríi

Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks.

Innlent
Fréttamynd

Svar við svari Heið­rúnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­vitað eigum við að banna olíu­leit

Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt.

Skoðun
Fréttamynd

Brynjar tekur þriðja sætið og Sig­ríður í heiðurs­sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar hafa verið samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Valhöll í dag og munu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiða listana.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn sem ráðherra sér ekki

Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Daða Má svarað um skýrslu sem eldist vel

Á þriðjudag birtist á Vísi grein eftir mig, þar sem ég leitaði frekari skýringa á hugmyndum Viðreisnar um innköllun og uppboð aflaheimilda – og ekki síður á mögulegum áhrifum þessarar hugmyndar ef hún yrði að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Innlent
Fréttamynd

Verndum uppljóstrara

Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum

Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Innlent