Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þiggja milljónir í hús­næðis­styrk þótt þau búi ná­lægt Al­þingi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vænt og taktískt út­spil Sigurðar Inga

Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Full­veldi

Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember.

Skoðun
Fréttamynd

Vill leiða Við­reisn í Suðurkjördæmi

Jasmina Vajzovic Crnac hefur gefið kost á sér í efsta sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Jasmina er stjórnmálafræðingur að mennt, og er eigandi IZO ráðgjafar sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki.

Innlent
Fréttamynd

Sölunni slegið á frest

Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halla Hrund gengin til liðs við Fram­sókn og tekur sæti for­mannsins

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Átti líka morgunspjall við ríkis­lög­reglu­stjóra vegna Yazans

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Vill að rödd hins al­menna launa­manns heyrist á Al­þingi

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefur verið að ýta við mér“

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans.

Innlent
Fréttamynd

Ein­okun á um­ræðunni

Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina.

Innherji
Fréttamynd

Nú á lýð­ræðið næsta leik

Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri.

Skoðun
Fréttamynd

Stillt upp á alla lista Við­reisnar

Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna

Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 

Innlent