Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 13:42 Jónína Björk er aldursforseti þingsins. Hún var síðust inn sem jöfnunarþingmaður. Hún segir engan vita sína ævina fyrr en öll er. Fyrir aftan hana á myndinni má sjá móta fyrir Birgi Þórarinssyni Sjálfstæðisflokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum. Þeir munu ekki sitja á komandi þingi. vísir/vilhelm Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. „Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13