Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 08:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er jöfnunarþingmaður Suðurkjördæmis. vísir/hjalti Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08