Sævar og Stefán misstu andlitið í beinni: „Það leið næstum yfir mig“ Menn voru léttir í upphitunarþætti Bónusdeildar karla í körfubolta. Keflvíkingurinn knái Sævar Sævarsson mátti hafa sig allan við þegar hann var tekinn í hraðaspurningar undir lok þáttar. Körfubolti 1. október 2024 12:31
Enginn „heimsendir“ verði Keflavík ekki Íslandsmeistari Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari. Körfubolti 30. september 2024 13:47
Teitur valdi besta Íslendinginn í Bónus deildinni Í upphitunarþætti Bónus Körfuboltakvölds var tekin umræða um það hver væri besti Íslendingurinn í deildinni. Körfubolti 30. september 2024 12:32
Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þorlákshöfn Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. Körfubolti 30. september 2024 10:00
Valsmenn neituðu að veita viðtöl Íslandsmeistarar Vals veittu engin viðtöl eftir tapið gegn Keflavík í kvöld, í Meistarakeppni karla í körfubolta. Körfubolti 28. september 2024 21:44
„Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. Körfubolti 28. september 2024 21:43
Uppgjörið: Valur - Keflavík 88-98 | Öruggt hjá Keflavík og Finnur rekinn úr húsi Íslandsmeistarar Vals urðu að sætta sig við tíu stiga tap, 98-88, gegn bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni KKÍ karla. Leikurinn fór fram í Blue-höll þeirra Keflvíkinga. Körfubolti 28. september 2024 18:31
Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Körfubolti 27. september 2024 14:01
Meisturunum spáð sigri í Bónus deildunum Íslandsmeisturum Vals og Keflavíkur er spáð sigri í Bónus deildum karla og kvenna í körfubolta í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í deildunum. Körfubolti 27. september 2024 12:42
Svona var kynningarfundurinn fyrir fyrir Bónus-deildirnar Kynningarfundur Bónus-deildanna fór fram í dag og á fundinum var birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna um gengi liðanna í vetur. Körfubolti 27. september 2024 11:47
Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. Körfubolti 27. september 2024 11:39
Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Körfubolti 27. september 2024 10:21
Shabazz semur við Njarðvík Njarðvíkingar hafa nú þegar fundið nýjan Bandaríkjamann til að leika með liðinu í Bónusdeild karla í vetur. Körfubolti 24. september 2024 16:34
Shaq í Stjörnuna Stjarnan tilkynnti í gær tvo nýja erlenda leikmenn sem munu spila fyrir Garðbæinga næsta tímabil í Bónusdeildinni. Körfubolti 24. september 2024 14:46
Njarðvíkingar losa sig við Bandaríkjamanninn rétt fyrir mót Njarðvík hefur rift samningi sínum við bandaríska leikmenn liðsins, en deildarkeppnin sjálf hefst 3. október. Körfubolti 24. september 2024 12:02
Þarf ekkert að taka afa bak við hlöðu og skjóta hann Hlynur Bæringsson verður elsti leikmaðurinn í Bónusdeild karla í vetur. Hann gat ekki hugsað sér að hætta eftir síðasta vonbrigðatímabil. Körfubolti 24. september 2024 08:02
Viktor aftur heim í Stjörnuna Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Viktor Lúðvíksson sem kemur til liðsins frá Munster í Þýskalandi. Körfubolti 23. september 2024 17:15
Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Franski bakvörðurinn Franck Kamgain mun spila áfram í Bónus deildinni í körfubolta þrátt fyrir að hafa fallið niður í 1. deild með Hamri á síðustu leiktíð. Körfubolti 12. september 2024 12:32
Njarðvík fær tvo Njarðvík hefur samið við Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 11. september 2024 18:02
KR fær króatískan miðherja KR heldur áfram að styrkja hóp sinn fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. Króatískur miðherji er genginn í raðir félagsins. Körfubolti 9. september 2024 14:17
Sá besti í Lettlandi semur við KR KR hefur samið við Lettann Linards Jaunzems um að spila með liðinu í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Það fjölgar í hópi framherja í hópi liðsins. Körfubolti 6. september 2024 14:26
„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Körfubolti 2. september 2024 09:02
„Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ KR-ingar kynntu í gær nýjan leikmann hjá körfuboltafélagi félagsins en jafnframt leikmann sem stuðningsmenn KR þekkja vel. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson kemur til liðsins frá Tindastól þar sem hann spilaði síðasta vetur. Körfubolti 31. ágúst 2024 12:00
Þórir mættur heim í KR Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn á heimaslóðir og hefur samið við KR um að leika með liðinu í Bónusdeild karla í körfubolta í vetur. Hann kemur til liðsins frá Tindastóli. Körfubolti 30. ágúst 2024 16:08
Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Þórsarar hafa nú opinberað nýjan bandarískan bakvörð á miðlum sínum en Marreon Jackson mun spila með Þorlákshafnar Þórsurum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur. Körfubolti 28. ágúst 2024 11:03
Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Leó Curtis mun ekki leika með ÍR í Bónus deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Hann hefur samið við Cats Academy prep school í Bandaríkjunum. Körfubolti 25. ágúst 2024 13:02
Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Valsmenn tilkynntu um nýja samninga hjá þremur lykilmönnum Íslandsmeistaraliðs félagsins í körfubolta karla. Körfubolti 20. ágúst 2024 08:51
Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Grískur körfuboltamaður mun hjálpa Tindastólsmönnum í vetur að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem Stólarnir misstu til Valsmanna síðasta vor. Körfubolti 19. ágúst 2024 09:01
Þjálfar litla bróður á Egilsstöðum Höttur hefur ráðið Spánverjann Salva Guardia sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta. Körfubolti 2. ágúst 2024 19:46
Fyrrum leikmaður Indiana State og DePaul samdi við Hött Bandaríski bakvörðurinn Courvoisier McCauley mun spila með Hetti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 30. júlí 2024 13:31