Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Unnur Tara: Einn af okkar bestu leikjum

    „Ég er bara sátt með sigurinn, skiptir ekki máli hvernig ég spila. Það er aðal málið að við spilum vel saman og sigrum leikina," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, en hún átti frábæran leik í kvöld með 24 stig fyrir KR-liðið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Henning: Ég hlýt að taka þetta á mig

    „Körfubolti byrjar á fyrstu mínútu en ekki á elleftu eða tólftu mínútu. Ef við mætum ekki tilbúnar frá fyrstu minútu þá verðum við bara étnar, það er bara þannig," sagði Henning Henningson, þjálfari Hauka, eftir 78-47 tap gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express kvenna í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur komnar í 1-0 eftir tuttugu stiga sigur á Keflavik

    Hamarskonur unnu 20 stiga sigur á Keflavík, 97-77, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag. Julia Demirer var með 25 stig og 16 fráköst hjá Hamar og Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Heather besti leikmaðurinn og Ágúst besti þjálfarinn

    Körfuknattleikssamband Íslands verðlaunaði í dag þá leikmenn Iceland Express deild kvenna sem stóðu sig best í seinni hluta deildarkeppninnar. Haukakonan Heather Ezell var valin besti leikmaðurinn og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var valinn besti þjálfarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bryndís í miklum stigaham í leikjunum á móti Snæfelli

    Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var nánast óstövandi í sigurleikjunum tveimur á móti Snæfelli í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum ekki síst þökk sé þess að Bryndís skoraði 34,5 stig að meðaltali í þeim.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar tryggði sér annað sætið með stórsigri í Keflavík

    Hamarskonur unnu 16 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld, 85-101, og tryggðu sér þar með annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. KR vann 66-45 stiga sigur á Grindavík í hinum leik A-deildarinnar en KR-konur voru fyrir nokkru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Barist um sætin inn í úrslitakeppnina í kvöld

    Það verður mikil spenna í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar það ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina, hvaða lið situr hjá í fyrstu umferð ásamt deildarmeisturum KR og hvaða lið mætast í sex liða úrslitunum sem hefjast um næstu helgi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild kvenna: Hamar vann deildarmeistarana í DHL-Höllinni

    Hún var súrsæt stemningin hjá körfuboltaliði KR í kvöld. Liðið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni eftir að liðið tapaði á móti Hamar, 69-72. Þetta var aðeins annað deildartap KR í vetur í nítján leikjum en liðið var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir nokkru síðan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað

    Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið

    Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi

    Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld.

    Körfubolti