Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Fyrir alla þá sem geta lyft penna

 "Við hjá Rammagerðinni sátum fund með Iceland Express og vorum að ræða um allt annað efni þegar gróska í bolahönnun kom til tals. Bolamenning var alls ekki svona vinsæl fyrir nokkrum árum en allt í einu spretta upp verslanir eins og Dogma og þá fórum við að pæla í hvort við ættum ekki að nýta sköpunarkraft Íslendinga. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jakkaföt full af minningum

"Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr.  

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vill finna sig í fötunum

"Ég valdi bara það sem ég er alltaf í og mér finnst þægilegast. Það er rauð hettupeysa sem ég fékk í Hagkaup á útsölu á þúsund krónur. Þetta er flík sem ég datt á og ég fer helst ekki úr henni. Hún er frekar þröng og ég er búin að eiga hana í um það bil ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skemmtilegasta flíkin

Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Meira en skór

"Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Háð dansskónum

"Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað," segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fitnessdrottning opnar fataskápinn

"Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hlutlaus gleraugu djössuð upp

Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hanna á hefðarfólk

"Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hlýja mér í hjartanu

"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lífgar upp Laugaveginn

"Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýr kjóll á hverjum jólum

"Ég er algjör kjólafrík, ég held að það sé minn helsti veikleiki," segir Elín María Björnsdóttir sjónvarpskona. "Ég lét náttúrulega ekki duga að kaupa mér einn jólakjól heldur keypti mér tvo."

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fóðraði geitina Benjamín

Bára Grímsdóttir, tónlistarkennari, söngkona, tónskáld og kórstjóri svo eitthvað sé nefnt, tekur sér dágóðan tíma í að velja uppáhaldstískuhlutinn sinn en finnur á endanum sérstakan skartgrip.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslenska ullin yndisleg

Dóra Sigfúsdóttir leggur varla frá sér prjónana og hefur hannað fjöldann allan af flíkum og þar á meðal sérstök lopasjöl í íslensku sauðalitunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sennilega gömul sál

Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Húfur í öllum litum

Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hugmynd komið í verk

Í dag þegar framboð af ódýrum fatnaði hefur aukist til muna telst það til undantekninga að konur sitji heima og saumi föt á fjölskylduna. Hinsvegar virðist aðsókn á námskeið í fatahönnun og saumaskap ekki minnkað með árunum, heldur aukist ef eitthvað er

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Massíf úlpa í kuldanum

Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ný íslensk gullsmíði

Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Roberto Cavalli

Það er við hæfi þegar vetur er genginn í garð og skinn og feldir eru jafn vinsæl og raun ber vitni að minna á ítalska fatahönnuðinn Roberto Cavalli sem hefur farið ótroðnar slóðnir með notkun á ýmiss konar feldum í hönnun sinni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Glanstímarit á Íslandi

Base Camp er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem tekur að sér að skipuleggja alls kyns viðburði. Helgina 22.-24. október kemur Base Camp upp grunnbúðum við rætur Sólheimajökuls. Ástæða þessarar uppákomu var að breska glanstímaritið In Style ferðaðist hingað til lands til að taka tískuljósmyndir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fjallafatnaður á götum stórborga

Fyrirtækið The North Face, sem framleiðir útivistarföt í hæsta gæðaflokki, er dæmi um fyrirtæki sem þróast úr því að vera með mjög sérhæfða framleiðslu fyrir þröngan hóp í að verða að eins konar lífsstílsmerki fyrir tískumeðvitað fólk.

Tíska og hönnun