Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. Lífið 7. júlí 2021 11:34
Hildi barst líflátshótun í kjölfar Eurovison „Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum. Lífið 7. júlí 2021 09:55
Trúðu ekki sínum eigin Flamenco-augum á ferð um landið Reynir Hauksson gítarleikari segir spænska vini sína ekki hafa trúað eigin augum á ferðalagi sínu hringinn í kringum landið. Reynir og spænsku vinirnir eru á ferðalagi um landið til að hafa áhrif á fólk með Flamenco tónlist og dansi. Lífið 6. júlí 2021 16:01
Valborg Ólafs gefur út plötuna Silhouette Önnur plata Valborgar Ólafs kom út þann 2. júlí síðastliðinn og ber hún heitið Silhouette. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri EP plötu hennar sem kom út árið 2019 en munurinn er sá að hljómsveitarmeðlimir tóku allir þátt í að semja og útsetja lögin og útskýrir það hinar ólíku stefnur sem lögin taka. Albumm 6. júlí 2021 14:30
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. Innlent 6. júlí 2021 14:18
Skítamórall gefur út lag: „Alvöru Skímó slagari með öllum stælunum“ Hljómsveitin Skítmórall hefur sent frá sér nýjan sumarsmell. Lagið sem ber heitið Innan í mér, er alvöru „Skímó slagari með öllum stælunum“. Tónlist 6. júlí 2021 12:49
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. Innlent 6. júlí 2021 10:45
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. Innlent 5. júlí 2021 22:36
Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði. Lífið 5. júlí 2021 17:52
Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu. Tónlist 5. júlí 2021 15:57
ferrARI sendi frá sér RARRI CLUB Tónlistarmaðurinn ferrARI sendi frá sér nýja plötu sem heitir RARRI CLUB þann 18. júní síðastliðinn. Albumm 5. júlí 2021 14:33
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. Innlent 5. júlí 2021 13:25
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Innlent 5. júlí 2021 11:45
Sjáðu nýtt tónlistarmyndband Oscars Leone Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs. Tónlist 2. júlí 2021 19:34
„Að mínu mati besti nýi artistinn, enginn vafi“ Hinn dularfulli Húgó gefur út lagið Einn í einu með einum vinsælasta rappara landsins, Herra Hnetusmjör. Lífið 2. júlí 2021 18:32
„Fólk mun þurfa að flýja land þegar ég gef út plötuna“ Bassi Maraj kom fyrst fyrir augu landsmanna í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð 2. Hann steig svo sín fyrstu skref í tónlistinni fyrr á árinu við góðar og miklar undirtektir. Á miðnætti kom út önnur smáskífa hans, Álit. Lífið 2. júlí 2021 14:29
Ágreiningurinn leystur og fagnað með tónleikaferðalagi Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records. Tónlist 2. júlí 2021 12:12
Róðurinn varð þungur þegar plágan skall á „Róðurinn varð ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel í viðtali við Vísi. Lífið 2. júlí 2021 10:08
Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. Lífið 2. júlí 2021 08:08
Plaid og Roger Eno á leiðinni til landsins Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 7. til 10. október en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin. Albumm 1. júlí 2021 14:30
Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Halló sumarfrí, sæla, ást og ævintýr. Önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú handan við hornið og flesta ferðalanga farið að kitla í útileguhjartað. Talandi um útilegu... Makamál 1. júlí 2021 13:00
Amma og afi eflaust með Bleikt og blátt í skápnum „Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði svo að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör,“ segir tónlistarkonan Saga B í viðtali við Harmageddon. Lífið 1. júlí 2021 07:01
Hentu í ábreiðu af gömlum Jet Black Joe slagara Einar Vilberg (NOISE), Tobbi Sig (Dr. Spock) og Doddi Thorvaldsson (trommari hjá Bubba ofl) tóku sig saman á dögunum og hentu ábreiðu af Jet Black Joe slagaranum My Time For You. Albumm 30. júní 2021 17:31
Sumarleyfislag Bítisins 2021: „Farinn í fríið“ Sumarleyfislag Bítisins á Bylgjunni fyrir árið 2021 var spilað í þætti dagsins. Lagið Farinn í fríið syngur Gulli Helga ásamt Völu Eiríks pródúsents þáttarins og Lilju Katrínar Gunnarsdóttir sem er augnablikinu í sumarafleysingum í þættinum. Lífið 30. júní 2021 15:31
Sony greiddi milljónir í sekt vegna hegðunar Quarashi í Tókýó „Ég hef verið í tónlist frá því ég var ellefu ára og gerði lag fyrir kvikmyndina Veggfóður þegar ég var fjórtán ára,“ segir Steinar Fjeldsted, sem margir þekkja best sem Steina úr Quarashi. Hann fékk tónlistaráhugann snemma og byrjaði níu ára að hlusta á rapp. Lífið 30. júní 2021 14:31
Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. Tónlist 30. júní 2021 13:32
Mælginn og GKR sameina krafta sína Tónlistarmaðurinn Mælginn var að gefa út nýtt lag sem ber nafnið Efstaleiti. Lagið er pródúserað af rapparanum GKR og nutu þeir aðstoðar við gítarleikinn frá hinum bandaríska pródúsent Max Back. Albumm 29. júní 2021 14:31
Record Records vísar ásökunum um vanefndir á bug Plötuútgáfan Record Records hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að útgáfuréttur nýjustu plötu Hipsumhaps sé ennþá í þeirra höndum. Riftun einkaleyfissamnings af hálfu hljómsveitarinnar hafi verið ólögmæt. Tónlist 28. júní 2021 16:22
„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Lífið 28. júní 2021 14:31
Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. Tónlist 28. júní 2021 13:11