
Innblástur frá U2
Matt Bellamy, forsprakki Muse, segir að U2 hafi veitt hljómsveitinni innblástur við gerð nýju plötunnar sinnar. "Við fórum með U2 á tónleikaferð um Suður-Ameríku í fyrra. Það eru tvímælalaust smá áhrif frá þeim á plötunni, smá Achtung Baby [plata U2 frá 1991] hér og þar,“ sagði Bellamy við tímaritið Classic Rock.