Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Nýtt lag frá Stefáni Berg, Inga Bauer og söngvakeppnisstrákunum í VÆB er komið á streymisveitur. Lagið ber heitið Stemning og fjallar um stemningu, að sögn þeirra félaga. Tónlist 8. ágúst 2024 09:16
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Erlent 7. ágúst 2024 21:33
Þorvaldur Halldórsson látinn Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn tæplega áttræður eftir glímu við veikindi. Hann hafði verið búsettur á Spáni í nokkurn tíma. Innlent 7. ágúst 2024 12:27
Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ „Þetta er alveg ný hlið á mér,“ segir Eyþór Ingi sem gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hugarórar. Lagið samdi Eyþór með gítarleikaranum Reyni Snæ Magnússyni en Eyþór segir Reyni í upphafi hafa talið lagið ekki henta söngvaranum. Tónlist 7. ágúst 2024 07:00
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. Lífið 4. ágúst 2024 14:44
Brekkusöngur á Flúðum og á Vísi: Lofar sól og sumri beint heim í stofu Stuðboltinn, gítarleikarinn og söngvarinn Gunnar Ólason mun leiða Brekkusöng á Flúðum á sunnudagskvöldið. Brekkusöngurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni og hefst klukkan 21:00. Lífið 2. ágúst 2024 13:34
Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Tónlist 2. ágúst 2024 11:50
Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. Lífið 2. ágúst 2024 07:00
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. Lífið 1. ágúst 2024 17:24
Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Ghostigital var að senda frá sér lagið Laus skrúfa. Það er fyrsta lag sveitarinnar síðan lagið Ekki mín ríkisstjórn kom út árið 2015. Tónlist 1. ágúst 2024 15:40
Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. Tónlist 1. ágúst 2024 12:04
„Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur“ „Ég er svo spennt að koma fram á Íslandi,“ segir stórstjarnan og goðsögnin Kathy Sledge, aðalsöngkona sögulegu diskósveitarinnar Sister Sledge sem stígur á stokk í Eldborg, Hörpu föstudaginn 9. ágúst næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Kathy um tónlistina, eftirminnilegasta giggið í Zaire, lífið og tilveruna. Tónlist 31. júlí 2024 07:00
Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Innlent 31. júlí 2024 06:22
FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Tónlist 30. júlí 2024 15:00
Hinn góði gestur sem öllu illu hafnar „Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, og þakkað guði augnabliksins náð.“ Þannig orti Davíð Stefánsson í Kvæðinu til fuglanna. Í mörgum ljóða skáldsins frá Fagraskógi er að finna trúarleg stef, trúarglímu og andlega leit, en líka trúartraustið sem ber andann uppi á náðarstund í návist guðs, eins og Davíð orðar það sjálfur í sama kvæði. Lífið 30. júlí 2024 09:41
Lalli töframaður sér börnunum fyrir brekkusöng Brekkusöngur barnanna fer fram i fyrsta sinn á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Hann verður í umsjón Lalla töframanns og fer fram á Tjarnarsviðinu klukkan 14:30 á laugardag. Lalli segist vera spenntur fyrir hinni nýju hefð og reiðubúinn að standa vaktina næstu ár. Tónlist 29. júlí 2024 15:46
Líf og fjör í 30 ára afmæli Mærudaga Stemningin var gríðarleg á Húsavík um helgina þegar að Mærudagar voru haldnir hátíðlegir í þrítugasta skiptið. Gestum var boðið upp á heljarinnar dagskrá, tónleika, fjör, hlaup, froðurennibraut, karnivalstemningu og fleira til. Lífið 29. júlí 2024 13:01
„Næst á svið er Mammaðín!“ Tvíeykið Mammaðín, sem samanstendur af fyrrum óvinkonunum Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur, gaf í gær út sitt fyrsta lag, Frekjukast. Flugbeitt kaldhæðni og pönk í poppuðum búningi er þeirra tilraun til að vera mótspyrna við hættulegri þróun í heiminum. Tónlist 27. júlí 2024 07:00
Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Tónlist 26. júlí 2024 17:01
Hass, rokk og hóstasaft Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Tónlist 26. júlí 2024 14:36
Nýtur lífsins áhyggjulaus í áhrifavaldaferð í Króatíu „Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir. Tónlist 26. júlí 2024 14:08
Björk með besta atriði í sögu Ólympíuleikanna Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna. Tónlist 26. júlí 2024 13:31
Tónlistarmaður selur eina glæsilegustu eign Hafnarfjarðar Tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen og eiginkona hans, Elín Margrét Erlingsdóttir, hafa sett glæsilega tveggja hæða eign við Hringbraut í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 144,9 milljónir. Lífið 26. júlí 2024 13:17
Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum. Tónlist 26. júlí 2024 11:56
Ógleymanleg gleðivíma að koma út „Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann. Tónlist 26. júlí 2024 07:00
Einar býður Sunnu í kaffi og vill ræða áburð um karlrembu Tónlistarmaðurinn Einar Scheving sver og sárt við leggur að hann sé ekki karlremba eins og Sunna Gunnlaugsdóttir jasstónlistarmaður heldur fram í umdeildum pistli. Innlent 25. júlí 2024 14:24
Heilbrigð skynsemi Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi. Skoðun 25. júlí 2024 14:00
Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. Lífið 24. júlí 2024 20:42
Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. Innlent 24. júlí 2024 12:34
Guðrún Jóhanna nýr skólastjóri Söngskólans Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefur verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Menning 24. júlí 2024 11:12