Enn snjóflóðahætta þótt veðrið hafi gengið niður Enn er snjóflóðahætta á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum, þó að veðrið hafi gengið niður í nótt eins og búist var við. Kuldinn verður nokkuð mikill. Veður 25. desember 2023 08:05
Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Innlent 24. desember 2023 16:04
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. Innlent 24. desember 2023 11:07
Snjóflóðahætta á Norðurlandi og Vestfjörðum Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og vegfarendur eru beðnir um að fara með gát. Snjóflóð hafa fallið bæði í Siglufirði og Ísafirði. Innlent 24. desember 2023 10:23
Óvissustig í gildi og margir vegir lokaðir Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tók gildi á miðnætti. Innlent 24. desember 2023 08:47
Um 24 stiga frost á Sauðárkróki í dag 23,9 stiga frost mældist við flugvöllinn á Sauðárkróki í dag, sem er með mesta frosti sem mælst hefur í ár. Mestur var hitinn 3,8 gráður við Steina á Suðurlandi. Veður 23. desember 2023 23:04
Hellisheiði lokað eftir tvö slys Veginum um Hellisheiði var lokað í dag vegna tveggja slysa. Slysin eru bæði sögð hafa orðið vegna slæms skyggnis og hálku. Engan sakaði alvarlega í slysunum og er vegurinn enn lokaður. Innlent 23. desember 2023 16:52
Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Innlent 23. desember 2023 13:43
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Vestfjörðum sem tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið. Víðtækar samgöngutruflanir eru taldar líklegar. Innlent 23. desember 2023 11:30
Gular viðvaranir á öllu vestanverðu landinu á aðfangadag Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Suðurlandi. Snjókoma og hugsanlegur skafrenningur geta leitt til erfiðra aksturskilyrða, sér í lagi undir Eyjafjöllum og á veginum við Reynisfjall. Á morgun, aðfangadag verða gular viðvaranir í gildi á öllu vestanverðu landinu. Innlent 23. desember 2023 09:02
Varðskipið Freyja til Vestfjarða vegna mikillar snjóflóðahættu Mikil hætta er talin á snjóflóði á norðanverðum Vestfjörðum á aðfangadag. Lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð varðskipsins Freyju sem hélt af stað vestur á firði um miðnætti. Innlent 23. desember 2023 07:15
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. Innlent 22. desember 2023 20:28
Spá næsta eldgosi á milli Sýlingarfells og Hagafells Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að kvikusöfnun og landris við Svartsengi leiði til eldgoss á milli Sýlingarfells og Hagafells. Líkur á eldgosi aukast með hverjum degi sem líður. Innlent 22. desember 2023 16:02
Gul viðvörun víða um land á Þorláksmessu Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra vegna hvassviðris og snjókomu sem spáð er á morgun, Þorláksmessu, og á aðgangadag. Erfið akstursskilyrði gætu myndast. Veður 22. desember 2023 13:03
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Innlent 22. desember 2023 11:22
Daginn tekur að lengja á ný Vetrarsólstöður voru á fjórða tímanum í nótt. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti og hver dagur verður örlítið lengri en dagurinn á undan, mörgum eflaust til mikillar ánægju. Innlent 22. desember 2023 08:41
Snjókoma norðantil en lengst af þurrt og bjart fyrir sunnan Úrkomusvæði gengur nú inn yfir norðanvert landið og fylgir því breytileg átt, yfirleitt vindur fimm til þrettán metrar á sekúndu og snjókoma með köflum. Veður 22. desember 2023 07:12
Hæg norðan- og norðvestanátt á landinu Lægðin sem gekk yfir landið í gær er nú við vesturströnd Noregs og hefur hún dýpkað talsvert síðasta hálfa sólarhringinn og mun því valda illviðri í Norður-Evrópu í dag. Veður 21. desember 2023 07:12
Hvít jól um allt land Allir landsmenn mega eiga von á hvítum jólum, þó jörð geti verið hvítflekkótt syðst. Veður 20. desember 2023 07:49
Gengur í vestanstrekking með rigningu og slyddu Lægð gengur til austurs yfir mitt landið í dag þar sem gengur í vestanstrekking sunnantil með rigningu eða slyddu og hlýnar í veðri. Veður 20. desember 2023 07:25
Glitský gleðja Akureyringa Björt og litrík glitský sáust vel á Akureyri í dag. Slík ský sjást einkum þegar kalt er í veðri um vetur við sólarupprás eða sólsetur. Veður 19. desember 2023 14:03
Átta sækja um embætti forstjóra Veðurstofunnar Átta sóttu um embætti forstjóra Veðurstofu Íslands sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 19. desember 2023 13:11
Smálægðir og lægðadrög á sveimi við landið Smálægðir og lægðadrög eru nú á sveimi við landið og verður fremur hæg suðvestlæg átt ríkjandi. Það verður þurrt að kalla norðaustanlands, en annars staðar él á víð og dreif. Veður 18. desember 2023 07:12
Rauð jól í Reykjavík Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það mjög ólíklegt að verði hvít jól í Reykjavík. Hann segir að hann snúist í norðanátt á miðvikudaginn og að það snjói sjaldnast með norðanáttinni. Veður 16. desember 2023 10:47
Lægð sækir að landinu Lægðir sækja að landinu um helgina og með þeim kalt loft um allt land. Djúp lægð var við Jan Mayen snemma í morgun og mun hún valda suðvestanátt með éljagangi sunnan og vestantil á landinu. Veður 16. desember 2023 09:23
Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. Innlent 15. desember 2023 10:36
Víða krefjandi aðstæður á vegum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að það verði krefjandi aðstæður á vegum austur fyrir fjall í dag og eins norður í land og vestur á firði. Innlent 15. desember 2023 07:23
Hvassviðri víða á landinu í dag og gular viðvaranir Gera má ráð fyrir hvassviðri víða um land í dag og eru gular viðvaranir í gildi. Eftir útsynning gærdagsins þá nálgast hlýtt loft landið úr suðri og framan af degi þá verður allhvöss sunnanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu sunnantil. Veður 15. desember 2023 07:09
Bætir í vind og kólnar þegar líður á daginn Núna í morgunsárið er suðvestanátt á landinu, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu. Úrkomubakki sem gekk á land á suðvesturhorninu í nótt er á leið norður af landinu en í kjölfarið eru skúrabakkar að nálgast. Veður 14. desember 2023 07:33
Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. Innlent 13. desember 2023 22:03