Veður

Veður


Fréttamynd

Vegir víða hálir á morgun og blint á fjall­vegum

Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir.

Innlent
Fréttamynd

Tals­verðar líkur á hvítum jólum

Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Víða kaldi og él

Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður suðvestlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og él, en yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Lægð beinir vestlægri átt til landsins

Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar með skúrum og slydduéljum

Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. 

Veður
Fréttamynd

Stormur á Aust­fjörðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri á austanverðu landinu og stormi á Austfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi fyrir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Bið eftir að­gerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins

Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. 

Innlent
Fréttamynd

Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað

Aurflóð varð rétt í þessu úr Eyrarhlíð og rann yfir veginn sem liggur um svæðið. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum vegna hættu sem steðjar að vegfarendum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bílar fastir í rúman sólar­hring

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Sunnan stormur og ekkert ferða­veður

„Sunnan stormur á morgun, hlýnandi veður og talsverð rigning sunnan- og vestantil seinnipartinn, talverðar líkur á asahláku með vatnavöxtum. Ekkert ferðaveður.“

Innlent