Ísland í dag - Framfleytti sér og fjölskyldu sinni með vændi í fimm ár
Viðtal við konu sem leiddist út í vændi vegna fátæktar og framfleytti sér og börnum sínum samhliða láglaunaðri vaktavinnu í fimm ár. Hún hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni og var með tíu til fimmtán kúnna. „Þetta voru allar gerðir: giftir, ógiftir ... en ofboðslega margir giftir," segir hún meðal annars. Að lokum tókst henni hins vegar að brjótast úr þessum vítahring eins og hún kallar það með aðstoð Stígamóta. Í þættinum kynnir Helga Arnardóttir fréttakona sér einnig starfsemi athvarfs sem nýlega var sett á fót fyrir konur í vændi og fórnarlömb kynferðisofbeldis. Úr Íslandi í dag á Stöð 2.