Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slökkvilið kallað til þegar reykur barst frá rútu í Kömbunum

Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Árnessýslu var sent í Kambana á Hellisheiði þegar tilkynning barst um reyk frá rútu. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að aðeins hafði lekið inn á vél rútunnar svo reykur kom upp. Engum varð meint af.

Einn leið­toga Proud Boys dæmdur í 22 ára fangelsi

Enrique Tarrio, einn leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys, var í dag dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Það er þyngsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar.

„Þetta er óafsakanlegt“

Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann.

Hætta útsendingum Útvarps 101

101 Productions ehf. hefur ákveðið að gera ótímabundið hlé á útsendingum útvarpstöðvarinnar Útvarp 101 FM 94.1.

Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimm­tán önnur brot

Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum.

Sjá meira