Gunnar óskar eftir athugun utanaðkomandi aðila Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur óskað eftir því að utanaðkomandi aðili geri athugun á því hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi verið í fyrirrúmi hjá utanríkisráðherra í tengslum við þær ákvarðanir sem ráðherra tók í mars og apríl síðastliðnum varðandi flutning Gunnars í starfi. 11.5.2020 13:57
Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11.5.2020 11:43
Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. 9.5.2020 21:30
Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. 5.5.2020 18:49
Slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem stærri hópar mega koma saman Sóttvarnalæknir telur viðbrögð poppara við ummælum hans full hörð. Hann segir stefnt að opnun sundlauga á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta minni. 5.5.2020 18:28
Náðu að grípa smitaða með umfangsmiklum prófunum Efnisstjóri Netflix og Baltasar Kormákur ræða tökur á þáttaröðinni Kötlu. 5.5.2020 10:38
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4.5.2020 12:10
Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. 28.4.2020 09:00
Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Víðir Reynisson stakk upp á samfélagssáttmála svo það geti orðið. 26.4.2020 18:33
„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. 26.4.2020 11:52