Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Enn óljóst hvaða lang­tíma­af­leiðingar Co­vid getur haft

Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi.

Ný sam­tök bera nafn ís­­lenskrar bar­áttu­­konu: „Hún kjarnar allt það sem skaða­­minnkun gengur út á“

Ný samtök um skaðaminnkun verða formlega stofnuð á morgun en samtökin heita í höfuðið á íslenskri baráttukonu sem hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun í áratugi. Sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnaðili samtakanna segir mikilvægt að halda áfram þeirri vegferð og framþróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár hér á landi.

„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“

Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 

Enginn annar kostur en að slíta við­skiptum í ljósi að­gerða Rússa

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. 

Hífa vélina upp í skrefum og vona að að­gerðum ljúki í kvöld

Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið.

Sjá meira