Launahæsti landsliðsþjálfari heims hættur með Sádana Roberto Mancini er hættur sem landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu eftir aðeins fjórtán mánuði við stjórnvölinn. 25.10.2024 08:31
Mourinho: „Dómarinn var algjörlega ótrúlegur“ José Mourinho stal sviðljósinu þegar lið hans, Fenerbahce, gerði 1-1 jafntefli við gamla liðið hans, Manchester United, í Evrópudeildinni í gær. Hann var rekinn af velli og var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í dómarann Clement Turpin eftir leik. 25.10.2024 08:03
Stórkostlegt mark Selmu í tapi fyrir Bandaríkjunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas. 25.10.2024 06:59
Upp um eitt sæti á heimslistanum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag. Ísland er nú í 70. sæti listans. 24.10.2024 14:15
Wenger segir að hann hefði ekki getað gert það sama og Tuchel Arsene Wenger, sem stýrði Arsenal í 22 ár, segir að hann hefði átt erfitt með að gera það sem Thomas Tuchel gerði; taka við landsliði annarrar þjóðar. 24.10.2024 11:33
Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. 24.10.2024 10:00
Hrósaði Núnez fyrir að stela markinu af Salah Rio Ferdinand hrósaði Darwin Núnez, framherja Liverpool, fyrir að „stela“ marki af Mohamed Salah í 0-1 sigrinum á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær. 24.10.2024 09:31
Fjölskylduharmleikur hjá Fury daginn fyrir tapið gegn Usyk Enski hnefaleikakappinn Tyson Fury varð fyrir miklu áfalli fyrir bardagann gegn Oleksandr Usyk. 24.10.2024 08:32
Belgarnir hlupu 110 hringi og slógu heimsmetið Heimsmetið í bakgarðshlaupi féll í nótt þegar þrír Belgar kláruðu 110 hringi á heimsmeistaramóti landsliða. 24.10.2024 07:18
Andri Fannar lagði upp í Istanbúl Galatasaray komst á topp Evrópudeildarinnar í fótbolta með sigri á Elfsborg, 4-3, í Tyrklandi í dag. 23.10.2024 16:37