Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úti­loka ekki sam­starf en segja mál­efnin skipta mestu máli

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Mið­flokkinn

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum.

Stjórn­málin á Sprengi­sandi í dag

Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum.

Enn raf­magns­laust á Kúbu

Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni.

Frestar tón­leika­ferða­lagi vegna and­láts Payne

Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu.

Lægð yfir Vestur­landi stjórnar veðrinu

Þaulsetin lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu í dag. Staðsetning lægðarinnar veldur suðlægum áttum en á Breiðarfirði og Vestfjörðum er fremur hæg breytileg átt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Þrír hand­teknir fyrir hótanir og brot á vopna­lögum

Lögreglan sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að átta gista nú í fangaklefa og að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Aftur raf­magns­laust á Kúbu

Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á.

Sjá meira