Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Send­a Úkra­ín­u­mönn­um einn­ig lang­dræg­a drón­a

Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður.

Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás

Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn.

Methagnaður hjá Loðnuvinnslunni

Loðnuvinnslan hefur aldrei skilað meiri hagnaði en í fyrra en hann var þrír og hálfur milljarður króna. Það er langbesta rekstrarár fyrirtækisins en ári áður var hagnaðurinn 1,2 milljarðar króna.

Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða.

Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut

Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri.

Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira

Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard.

Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta

Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað.

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Star Wars Jedi: Survivor - Enn einn góður en ókláraður leikur

Jedi-riddarinn Cal Kestis er snúinn aftur en kannski aðeins of snemma. Leikurinn hefði þurft lengri framleiðslutíma og þá sérstaklega PC útgáfa hans. Jedi Survivor er þó skemmtilegur leikur sem ég sé ekki eftir að hafa spilað til enda.

Sel­ensk­í seg­ir Úkra­ín­u­menn þurf­a meir­i tíma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri.

Sjá meira