Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19.4.2018 10:30
Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16.4.2018 19:00
Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12.4.2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11.4.2018 19:45
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11.4.2018 10:17
Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. 10.4.2018 18:30
Telja Marel of stórt fyrir Ísland Marel er orðið "of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. 9.4.2018 13:51
Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7.4.2018 10:00
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6.4.2018 12:00
Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5.4.2018 22:45