Fréttir

Fréttamynd

Flott án fíknar

Flott án fíknar er nýtt og öðruvísi forvarnarverkefni sem kynnt var í Smáralindinni í dag. Verkefnið byggir á því að unglingar ganga í klúbba og samningsbinda sig til að vera reyk- og vímuefnalausir.

Innlent
Fréttamynd

Hydro ekki að reisa álver

Norska fyrirtækið Hydro hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það sé ekki að fara að reisa álver hér landi heldur muni eingöngu setja hér upp skrifstofu sem eigi að vinna að möguleikum hvað varðar þróun á orkulindum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gates í embætti fyrir áramót

Leiðtogar repúblikana í bandaríska þinginu hittu í dag Robert Gates, væntanlegan eftirmann Donald Rumfeld, en búist er við því að George W. Bush reyni að koma tilnefningu hans í gegnum öldungadeildina áður en demókratar taka við í henni þann fyrsta janúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann

Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðstefnu SÞ lýkur

Umhverfisráðherrar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Næróbí í Kenía ákváðu í dag, lokadegi ráðstefnunnar, að endurskoða Kyoto sáttmálann árið 2008. Vonir standa til að sáttmálinn verði þá gerður viðameiri og að fleiri lönd verði aðilar að honum.

Erlent
Fréttamynd

KB Banki svarar ásökunum Ekstra Bladet

Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings Banka, kom fram á fréttamannafundi í höfuðstöðvum þeirra í Kaupmannahöfn í dag. Þar sagði hann að þeir hefðu sent Ekstra Bladet bréf þar sem rangfærslur blaðins eru leiðréttar en blaðið hefur undanfarið verið að birta greinar sem segja KB Banka vera tengdan við hina ýmsu glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Öllum fuglum fargað í Húsdýragarðinum

Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað, vegna hættu á fuglaflensu. Alls eru þetta sextíu og sex fuglar. Tveir fálkar og einn haförn fá þó að halda lífi, enda talið ólíklegt að í þeim finnist smit.

Innlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Atlantic Petroleum

Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tom Cruise setur Ítalíu á annan endann

Ítalir hafa ekki upplifað annað eins síðan bandamenn frelsuðu Róm úr höndum Þjóðverja, í síðari heimsstyrjöldinni. Tom Cruise ætlar að gifta sig á Ítalíu, á morgun, og það er allt orðið vitlaust.

Erlent
Fréttamynd

Þjófur barðist um á hæl og hnakka

Þjófur sem starfsmenn gripu í Byko í Breiddinni, eftir hádegi, var svo ósáttur við að hafa verið fangaður að hann barðist um sem óður væri. Þurfti fjóra starfsmenn verslunarinnar til að hafa hemil á honum þartil lögreglan kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Vodafone þéttir net sitt

Vodafone hefur lokið við uppfærslu á öllum símstöðvum í kerfi sínu, sem fyrirtækið segir að auki bæði þjónustu og öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur

Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kóksvelgur fær bætur

Rússnesk kona hefur fengið 8000 krónur í skaðabætur frá Coca Cola fyrirtækinu vegna brjóstsviða og svefnleysis, sem rakið var til þess að hún svolgraði í sig þrjá lítra á dag, af drykknum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja rannsókn á dauða palestínumanna

Ísraelsk mannréttindasamtök hafa krafist tafarlausrar rannsóknar á dauða tveggja Palestínumanna, sem voru skotnir í áhlaupi hersins á Vesturbakkanum, fyrr í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Bretar banna auglýsingar á fitandi mat

Bresk yfirvöld hafa bannað allar auglýsingar, á óhollum matvælum, í sjónvarpsþáttum sem höfða til barna upp að sextán ára aldri, hvort sem er að nóttu eða degi og á hvaða sjónvarpsrás sem er.

Erlent
Fréttamynd

Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni

Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Thai Airways íhugar að hætta við kaup á risaþotu

Wallop Bhukkanasut, einn af æðstu stjórnendum taílenska ríkisflugfélagsins Thai Airways, segir tafir á afhendingu A380 risaþotum flugfélagsins hafa orðið til þess að flugfélagið verði að endurskoða langtímaáætlanir sínar. Svo getur farið að flugfélagið falli frá kaupum á risaþotunum.

Erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá Atorku Group

Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fötluð börn fá lengda viðveru

Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum

Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina

Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Starbucks

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express

Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drepa 50 milljónir fugla

Talið er að um fimmtíu milljónir fugla drepist árlega við að fljúga á fjarskiptamöstur í Bandaríkjunum. Fjarskiptastofnun landsins hefur af því miklar áhyggjur og leitar leiða til þess draga úr þessum felli.

Erlent
Fréttamynd

Birta myndir og nöfn barnaníðinga

Barnaverndarsamtök í Bretlandi hafa sett nöfn og myndir "týndra" barnaníðinga á vefsíðu sína, og biðja þá sem bera kennsl á þá að láta lögregluna vita þegar í stað. Þetta eru menn sem hafa afplánað refsingu sína og farið í felur.

Erlent
Fréttamynd

Má bjóða yður eigið ál ?

Norskur maður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og háar fjársektir fyrir að stela fimmtíu og fimm tonnum af áli frá einu af álverum Norsk Hydro.

Erlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365

Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans.

Viðskipti innlent