Fréttir

Fréttamynd

Podolski á leið til Bayern Munchen

Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Borgvardt lagði upp mark Bryne

Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds.

Sport
Fréttamynd

Cheney styður NATO-aðild Balkanlandanna

Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins mun að líkindum fjölga um þrjú fyrir árið 2010. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hét í dag Króötum, Albönum og Makedónum stuðningi sínum við inngöngu þeirra í bandalagið

Erlent
Fréttamynd

Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi

Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum.

Sport
Fréttamynd

Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af hvolpadrápi

Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst.

Innlent
Fréttamynd

Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn.

Innlent
Fréttamynd

Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð

Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1.

Sport
Fréttamynd

Haukar mæta Fylki í úrslitunum

Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Ruud strunsaði í burtu og var ekki með

Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði

Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

FC København Danmerkurmeistari

FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992.

Fótbolti
Fréttamynd

Banaslys á Kjósaskarðsvegi

Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar tryggði Fulham 12. sætið

Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hreppti fjórða sætið

Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Svíar slátruðu Portúgölum

Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga.

Sport
Fréttamynd

Titilbaráttan enn opin á Ítalíu

Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina.

Sport
Fréttamynd

Eldfjallið Merapi gýs enn

Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð.

Erlent
Fréttamynd

Haukar taka á móti Val í dag

Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki.

Sport
Fréttamynd

Ósáttir við að palestínskur ráðherra sæki ráðstefnu í Svíþjóð

Ísraelsmenn og Frakkar hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun sænskra stjórnvalda að veita ráðherra í heimastjórn Palestínumanna vegabréfsáritun svo hann geti sótt ráðstefnu í Malmö um málefni Palestínumanna. Ráðherrann þakkar Svíum og segir ákvörðun þeirra pólitísk skilaboð.

Erlent
Fréttamynd

FH og Valur mætast í kvöld

Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd.

Sport
Fréttamynd

Juventus getur tryggt sér titilinn í dag

Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið.

Sport
Fréttamynd

De la Hoya lagði Mayorga

Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu.

Sport
Fréttamynd

Prísund tekur enda á morgun

Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Annar sigur Schumacher í röð

Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Mannskæðar sprengjuárásir í Írak

Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag

Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram.

Sport