Fréttir Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12 Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43 Cheney styður NATO-aðild Balkanlandanna Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins mun að líkindum fjölga um þrjú fyrir árið 2010. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hét í dag Króötum, Albönum og Makedónum stuðningi sínum við inngöngu þeirra í bandalagið Erlent 7.5.2006 18:59 Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24 Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55 Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi. Innlent 7.5.2006 18:28 Sýknaður af hvolpadrápi Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst. Innlent 7.5.2006 17:41 Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn. Innlent 7.5.2006 18:20 Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06 Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51 Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18 Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum. Innlent 7.5.2006 17:13 FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59 Banaslys á Kjósaskarðsvegi Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang. Innlent 7.5.2006 16:55 Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Garðabæ kynna stefnumál Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Garðabæ kynntu í dag stefnuskrár sínar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Vistun fyrir börn yngri en tveggja ára eru ofarlega á lista yfir stefnumál þeirra. Innlent 7.5.2006 16:35 Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17 Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05 Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37 Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30 Eldfjallið Merapi gýs enn Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð. Erlent 7.5.2006 15:02 Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04 Ósáttir við að palestínskur ráðherra sæki ráðstefnu í Svíþjóð Ísraelsmenn og Frakkar hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun sænskra stjórnvalda að veita ráðherra í heimastjórn Palestínumanna vegabréfsáritun svo hann geti sótt ráðstefnu í Malmö um málefni Palestínumanna. Ráðherrann þakkar Svíum og segir ákvörðun þeirra pólitísk skilaboð. Erlent 7.5.2006 14:41 FH og Valur mætast í kvöld Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri. Sport 7.5.2006 14:17 Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09 Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46 De la Hoya lagði Mayorga Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu. Sport 7.5.2006 13:59 Prísund tekur enda á morgun Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun. Erlent 7.5.2006 12:28 Annar sigur Schumacher í röð Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Sport 7.5.2006 14:35 Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad. Erlent 7.5.2006 12:24 Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram. Sport 7.5.2006 13:08 « ‹ ›
Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12
Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43
Cheney styður NATO-aðild Balkanlandanna Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins mun að líkindum fjölga um þrjú fyrir árið 2010. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hét í dag Króötum, Albönum og Makedónum stuðningi sínum við inngöngu þeirra í bandalagið Erlent 7.5.2006 18:59
Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24
Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55
Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi. Innlent 7.5.2006 18:28
Sýknaður af hvolpadrápi Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst. Innlent 7.5.2006 17:41
Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn. Innlent 7.5.2006 18:20
Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06
Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51
Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18
Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum. Innlent 7.5.2006 17:13
FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59
Banaslys á Kjósaskarðsvegi Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang. Innlent 7.5.2006 16:55
Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Garðabæ kynna stefnumál Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Garðabæ kynntu í dag stefnuskrár sínar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Vistun fyrir börn yngri en tveggja ára eru ofarlega á lista yfir stefnumál þeirra. Innlent 7.5.2006 16:35
Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17
Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05
Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37
Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30
Eldfjallið Merapi gýs enn Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð. Erlent 7.5.2006 15:02
Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04
Ósáttir við að palestínskur ráðherra sæki ráðstefnu í Svíþjóð Ísraelsmenn og Frakkar hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun sænskra stjórnvalda að veita ráðherra í heimastjórn Palestínumanna vegabréfsáritun svo hann geti sótt ráðstefnu í Malmö um málefni Palestínumanna. Ráðherrann þakkar Svíum og segir ákvörðun þeirra pólitísk skilaboð. Erlent 7.5.2006 14:41
FH og Valur mætast í kvöld Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri. Sport 7.5.2006 14:17
Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09
Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46
De la Hoya lagði Mayorga Oscar de la Hoya vann í gærkvöldi heimsmeistaratitil WBC sambandsins í léttmmillivigt þegar hann sigraði Ricardo Mayorga í hnefaleikabardaga í Las Vegas. Bardaginn var stöðvaður þegar 30 sekúndur voru búnar af 6.lotu. Sport 7.5.2006 13:59
Prísund tekur enda á morgun Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun. Erlent 7.5.2006 12:28
Annar sigur Schumacher í röð Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Sport 7.5.2006 14:35
Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad. Erlent 7.5.2006 12:24
Leikur West Ham og Tottenham fer fram í dag Leikur West Ham og Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður háður á fyrirhuguðum tíma eða kl. 14 í dag þrátt fyrir að sjö af leikmönnum Tottenham séu með matareitrun. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en mikill vafi lék á því nú í hádeginu að leikurinn gæti farið fram. Sport 7.5.2006 13:08