Fréttir

Fréttamynd

Alls ellefu óhöpp á sex vikum

Alls urðu ellefu óhöpp á síðustu sex vikum sem tengd voru ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali verða um tuttugu óhöpp á mánuði hjá Strætó bs. yfir vetrarmánuðina.

Innlent
Fréttamynd

Verið að gera úrslitatilraun

„Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili

Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Flaug neðan við lágmarkshæð

Orsök flugslyssins í Selárdal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflughæð.

Innlent
Fréttamynd

Segja brýnt að sinna skurðum

Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á jarðabótastyrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Stórskotalið frestar æfingu

Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað.

Erlent
Fréttamynd

Rússar staðfesta glæp Stalíns

Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn í innbyrðis deilum

Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Engin töfralausn í boði

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að búið sé að kortleggja skuldavanda heimilanna. Miðað við niðurstöður sérfræðingahópsins sé ljóst að engin ein lausn dugi ein og sér, engin töfralausn sé í boði.

Innlent
Fréttamynd

Demókratar skila styrk Helgu og Bedi

Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, parið sem grunað er um að hafa svikið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala út úr bandaríska auðkýfingnum og djasspíanistanum Roger Davidson, gáfu 20 þúsund dali í kosningasjóð Demókrataflokksins fyrr í ár. Við það tækifæri sátu þau fyrir á mynd með Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Tvö þúsund fyrirtæki stefna í vanskil

„Ef okkur tekst að koma fram með einhver úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er ég sannfærð um að það muni draga úr alvarlegum vanskilum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Credit­info á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs

„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi.

Innlent
Fréttamynd

Engin ein leið bjargar öllum

Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Gefur köttum að éta á meðan hún á mat

„Ég læt þessa menn ekki kúga mig. Ég gef þeim að éta sem ég vil – bæði fólki og köttum,“ segir Elísabet Brynjólfsdóttir, 77 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem viðurkennir ekki bann stofnunarinnar við því að íbúar fóðri villiketti.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur GM aukast á milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hagnaðist um tvo milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 224 milljarða króna, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álagningin á bensín eykst milli mánaða

Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns.

Innlent
Fréttamynd

Hótað 250.000 króna sektum

Um fimmtán þúsund fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2009 og sex þúsund til viðbótar hafa trassað að skila ársreikningi vegna ársins 2008. Fyrirtækjunum verður á næstunni send bréf þar sem sektir eru boðaðar skili þau ekki ársreikningum innan 30 daga.

Innlent
Fréttamynd

Sunnlendingar mótmæla

Sunnlendingar munu safnast saman við Alþingishúsið í dag klukkan fjögur til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála.

Innlent
Fréttamynd

Eitt tré á móti hverjum mola

Eldgosið í Eyjafjallajökli jók til muna áhrif samnings sem Hraunverksmiðjan og Hekluskógar gerðu með sér í byrjun árs. Hekluskógar áttu samkvæmt samningnum að fá eitt tré fyrir hvern seldan hraungrip frá Hraunverksmiðjunni.

Innlent
Fréttamynd

Telja uppsagnir geta bætt þjónustuna

Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni.

Innlent
Fréttamynd

Loftsteinn lagður að HR

Nýbygging Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík verður formlega tekin í gagnið í dag en öll starfsemi skólans hefur nú flust þar inn. Hornsteinn verður lagður að byggingunni af þessu tilefni – enginn venjulegur steinn heldur loftsteinn sem bakhjarlar skólans hafa gefið honum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðamenn sitja fyrir svörum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri sitja fyrir svörum á fundi um peningamál og gjaldeyrishöft í hádeginu í dag, fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú á leið í Kauphöllina

Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smáralind skráð í Kauphöllina

„Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hlynntur niðurfellingu

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segist enn hlynntur almennri niðurfellingu eftir að hafa séð útreikninga sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk silfur fyrir eldfjallagreiðslu

Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, vann til silfurverðlauna í keppninni Wella Trend Vision sem fram fór í París um helgina. Eyjafjallajökull og Vatnajökull voru Katrínu innblástur en hún atti kappi við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu

Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík.

Innlent