Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra

Andlit Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingar á húsi á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Íbúar í ósamþykktum stúdíóíbúðum í húsinu kvörtuðu. Kosningastjóri Samfylkingarinnar segir að þau hafi ekki vitað að fólk byggi í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu framkvæmdir vegna asbests

Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði framkvæmdir við Grensásveg 12 þar sem asbest hafði verið fjarlægt af húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Milljóna styrkir til íþróttafélaga fyrir bæjarráð

Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að leggja það til við bæjarráð Reykjanesbæjar að veita tvo styrki, samtals að upphæð sex milljónir króna, til Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur ungmennafélags.

Innlent
Fréttamynd

Tökum lokið í Flatey á Flateyjargátunni

Tökum lauk í Flatey á Flateyjargátunni um helgina og fer hópurinn næst til Stykkishólms áður en endað er á tökum í mánuð í Reykjavík. Flatey bauð upp á allar tegundir veðurs. Einn daginn var skotið í kraftgalla en þann næsta á stuttbuxunum.

Lífið
Fréttamynd

Gengu of langt gagnvart Atla

Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna.

Innlent
Fréttamynd

Loksins fáum við að segja frá

Börn séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, Auður og Markús, lýsa reynslu sinni af þvingaðri umgengni við föður sinn og því hvernig frásögn þeirra var alla tíð dregin í efa. Þá lýsa þau óvægnu umtali um móður sína á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa

Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld.

Erlent
Fréttamynd

Ert þú í bráðri lífshættu?

Hið stóra EF: "Hvað hefði getað orðið?“ Spurningin er samtímanum svo hugleikin að í engilsaxnesku hefur hún nýverið fengið sína eigin skammstöfum: FOMO – fear of missing out.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskan hræddi stórstjörnu REM

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, hefur gefið út sitt fyrsta lag af komandi sólóplötu sinni. Þar heyrist í Ken Stringfellow, sem gerði garðinn frægan með REM en hann lagði ekki í íslenskan framburð.

Tónlist
Fréttamynd

Okkar olíusjóður

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Dans- og skautadrottning í Norðlingaholti

Ronju Ísabel Arngrímsdóttur langar að verða einkaþjálfari eins og mamma hennar. Hún hlustar mikið á tónlist enda pabbi hennar gítarleikari í Skítamóral og tónlistarkennari hennar er í Skálmöld.

Lífið
Fréttamynd

Ekki alþjóðlegt neyðarástand

Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær.

Erlent
Fréttamynd

Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar

Lífið ræddi við Sigurð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Ingason pródúser, samstarfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bakvið útlit plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Hvern á að spyrja?

Fjölmiðlar fara með vald í samfélaginu okkar og því bera þeir mikla ábyrgð. Valdið felst meðal annars í því hvernig þeir sinna eftirlitshlutverki sínu, hvaða málum þeir sýna áhuga og þá um leið hvaða málum þeir sýna ekki áhuga. Við sem treystum á fréttir til að skilja hvað er að gerast í samfélaginu eigum mikið undir því að fjölmiðlarnir fjalli með ábyrgum hætti um samfélagsmál, sérstaklega stjórnmál, þannig að við getum tekið upplýstar, ákvarðanir til dæmis í kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sína

Barnaníðsmál kaþólska prestsins Fernando Karadima í Chile leiðir til fordæmalausrar uppstokkunar í landinu. Frans páfi skipaði mann sem sagður er hafa hylmt yfir með Karadima í embætti biskups árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja

Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni.

Innlent