Skotárásir í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi

Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna var gerð í fyrrinótt á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando. Árásarmaðurinn þoldi ekki að sjá karlmenn kyssast.

Erlent
Fréttamynd

Minnisvarði

Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku áætlun sína um ný lög vegna kaupa á skotvopnum. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðun á kaupendum skotvopna, en forsetinn hyggst fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram í þessum efnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vilja herða skotvopnalöggjöf

Ríkisstjórn Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt aðgerðir til að herða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og draga úr aðgengi geðsjúkra að skotvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamorðin tóku 11 mínútur

Lögregluyfirvöld í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hafa birt þúsundir gagna í tengslum við rannsókn á fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í bænum Newtown. Árásin átti sér stað fyrir rétt rúmu ári.

Erlent
Fréttamynd

Ár fjöldamorða í Bandaríkjunum

Alls hafa 17 fjöldamorð verið framin í Bandaríkjunum í ár. 24.580 Bandaríkjamenn látist af völdum skotfæra frá skotárásinni í Sandy Hook barnaskólanum í desember á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Erfiðara verði að eignast byssu

Tveir áhrifamiklir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum kynntu fyrir helgi lagafrumvarp sem tryggja á að hvergi verði hægt að kaupa skotvopn í landinu án þess að fortíð kaupandans sé könnuð fyrir kaupin.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamorðinginn í Sandy Hook með þráhyggju fyrir Breivik

Adam Lanza, sem myrti 26 manns í Sandy Hook skólanum í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir áramót hafði ákveðið að myrða fleiri en Anders Behring Breivik í Útey sumarið 2011. Þetta sýna gögn sem lögreglan hefur undir höndum og fréttavefur Telegraph segir frá.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að bannið nái fram að ganga

Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun.

Erlent
Fréttamynd

Samsæriskenningar á kreiki um árásina í Sandy Hook

Allt frá því að hinn tvítugi Adam Lanza gekk inn í Sandy Hook barnaskólann í Connecticut, þann 14. desember síðastliðinn og myrti þar 26 einstaklinga, hafa fjölmargar samsæriskenningar um skotárásina verið á kreiki.

Erlent
Fréttamynd

NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama

Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Mikil eftirspurn eftir skotheldum skólatöskum

Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum

Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Skólastarf hefst í Newtown á ný

Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook.

Erlent
Fréttamynd

Móðir fjöldamorðingjans safnaði vopnum

Móðir fjöldamorðingjans Adam Lanza, sem jafnframt var fyrsta fórnarlamb hans, safnaði vopnum á heimili sínu í Connecticut. Hún skráð fyrir sex skotvopnum hið minnsta, á meðal þeirra eru byssurnar þrjár sem sonur hennar notaði er hann myrti 26 manns í Sandy Hook-grunnskólum á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Tíu þúsund manns fórust í skotárásum í Bandaríkjunum í fyrra

Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn

Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook.

Erlent