Hinsegin

Fréttamynd

Göngum í dag – hlaupum á morgun

Það er gott að tilheyra samfélagi sem stendur saman með mannréttindum. Einu sinni á ári sýnum við samstöðu með hinsegin fólki með því að troðfylla miðbæ Reykjavíkar í tilefni Gleðigöngunnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Fáum í viku að vera bara til og okkur er fagnað fyrir það“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð og má segja að líf, litagleði og sýnileiki einkenni borgina um þessar mundir. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í dag þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma einnig fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila sínum uppáhalds minningum af Pride.

Lífið
Fréttamynd

Hinseginvænt samfélag og lögreglan

Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi til að vera

Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi og um­burðar­lyndi

Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Eignaðist ungan kynja­­könnuð: „Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“

Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur komið víða við. Samhliða því að gefa út bækur tengdu kynjajafnrétti braut hún blað í veraldarsögunni þegar þolandi og gerandi tóku höndum saman og fjölluðu um kynferðisofbeldi. Hún eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018 og hefur fjallað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna.

Lífið
Fréttamynd

Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni

Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni.

Lífið
Fréttamynd

Stolt út um allt!

Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki.

Skoðun
Fréttamynd

„Vorum ekki lengur nafn­laus og í felum í dimmum skúma­skotum“

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu.

Lífið
Fréttamynd

Öll velkomin!

Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja.

Skoðun
Fréttamynd

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“

„Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna.

Lífið
Fréttamynd

Ölfusið ljómað regn­boga­litunum

Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hringdu bjöllunni á Skólavörðustíg

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnboganum á Skólavörðustíg klukkan hálf tíu í morgun í tilefni þess að Hinsegin dagar hefjast í dag. Sjálf setningin er í hádeginu en Nasdaq tók forskot á sæluna og hringdi bjöllunni í nafni fjölbreytileikans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“

„Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er.

Lífið
Fréttamynd

Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna

Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma.

Innlent