Frakkland

Fréttamynd

Hæsti­réttur stað­festir dóm yfir Sar­kozy

Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband.

Erlent
Fréttamynd

Segir hundruð ef ekki þúsundir látna

Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höldunum lokið: Bað eigin­konu sína og börn af­sökunar

Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar.

Erlent
Fréttamynd

Fimm skotnir til bana í Frakk­landi

Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn.

Erlent
Fréttamynd

Franska ríkis­stjórnin fallin

Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér

Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána.

Erlent
Fréttamynd

Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“

Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hléið heldur en í­búar Gasa telja sig svikna

Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því.

Erlent
Fréttamynd

Sak­sóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi

Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Segir Biden „hella olíu á eldinn“

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump

Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Erlent
Fréttamynd

Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París

Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Greip tæki­færið og nýtur Parísar í botn

Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

Meiri­hluti Frakka telur lýð­ræðið ekki virka

Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirburinn talinn í Belgíu

Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Vígahópum vex ás­megin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu

Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta.

Erlent