Kóngafólk

Fréttamynd

Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar

Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna

Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar.

Erlent
Fréttamynd

Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.

Erlent
Fréttamynd

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York.

Erlent
Fréttamynd

Giftist al­múga­manni og missti um leið konung­lega tign sína

Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar.

Erlent
Fréttamynd

Frið­rik krón­prins til Ís­lands í dag

Friðrik, krónprins Dana, og utanríkisráðherrann Jeppe Kofod koma til Íslands í dag ásamt fulltrúar ellefu danskra fyrirtækja og stofnana til að styðja við bakið á samstarfi Danmerkur og Íslands á sviði viðskipta og sér í lagi á sviði sjálfbærra orkulausna.

Innlent
Fréttamynd

Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti

Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali.

Erlent
Fréttamynd

Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra

Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt.

Erlent
Fréttamynd

Liechten­stein­prinsessa látin

Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri.

Erlent